PSG íhugar að reyna við Rashford - Dewsbury-Hall orðaður við Chelsea - Archie Gray eftirsóttur
   mán 24. júní 2024 20:38
Brynjar Ingi Erluson
Elsti markaskorari í sögu Evrópumótsins
Luka Modric fagnar marki sínu gegn Ítölum
Luka Modric fagnar marki sínu gegn Ítölum
Mynd: EPA
Króatíski miðjumaðurinn Luka Modric er elsti markaskorari í sögu lokakeppni EM.

Modric kom Króatíu í 1-0 gegn Ítalíu í Leipzig með laglegu skoti efst í vinstra hornið.

Gianluigi Donnarumma hafði varið vítaspyrnu frá Modric aðeins mínútu áður en Modric var ekki lengi að bæta upp fyrir það.

Markið gerir Modric að elsta markaskorara í lokakeppni EM en hann er 38 ára og 289 daga gamall.

Ivica Vastic, fyrrum landsliðsmaður Austurríkis, átti metið en hann var 38 ára og 257 daga gamall er hann skoraði á EM 2008.


Athugasemdir
banner
banner
banner