Pickford klárar ferilinn hjá Everton - Arsenal gæti fengið Kolo Muani - Van Nistelrooy leitar til Man Utd
banner
banner
fimmtudagur 19. desember
Sambandsdeildin
mánudagur 2. desember
Vináttulandsleikur
föstudagur 29. nóvember
fimmtudagur 28. nóvember
Sambandsdeildin
þriðjudagur 19. nóvember
Þjóðadeildin
sunnudagur 17. nóvember
U21 - Vináttuleikur
laugardagur 16. nóvember
Þjóðadeildin
U19 karla - Undank. EM 2025
fimmtudagur 7. nóvember
Sambandsdeildin
þriðjudagur 5. nóvember
Undankeppni EM U17
sunnudagur 27. október
Besta-deild karla - Efri hluti
fimmtudagur 24. október
Vináttulandsleikur
Sambandsdeildin
sunnudagur 20. október
Besta-deild karla - Neðri hluti
laugardagur 19. október
Besta-deild karla - Efri hluti
Besta-deild karla - Neðri hluti
þriðjudagur 15. október
Landslið karla - U21 - Undankeppni EM
mánudagur 14. október
Landslið karla - Þjóðadeild
föstudagur 11. október
fimmtudagur 10. október
Undankeppni EM U21 karla
sunnudagur 6. október
Besta-deild karla - Efri hluti
Besta-deild karla - Neðri hluti
Besta-deild karla - Efri hluti
Besta-deild karla - Neðri hluti
laugardagur 5. október
Besta-deild kvenna - Efri hluti
Besta-deild karla - Neðri hluti
Besta-deild kvenna - Efri hluti
fimmtudagur 3. október
Sambandsdeild Evrópu
mánudagur 30. september
Besta-deild karla - Efri hluti
sunnudagur 29. september
Besta-deild karla - Neðri hluti
Besta-deild karla - Efri hluti
Besta-deild karla - Neðri hluti
Besta-deild kvenna - Efri hluti
föstudagur 27. september
Fótbolti.net bikarinn
miðvikudagur 25. september
Besta-deild karla - Efri hluti
Besta-deild karla - Neðri hluti
mánudagur 23. september
Besta-deild karla - Efri hluti
Lengjudeildin - Umspil
sunnudagur 22. september
Besta-deild karla - Neðri hluti
Besta-deild kvenna - Efri hluti
Lengjudeildin - Umspil
laugardagur 21. september
Mjólkurbikarinn - Úrslit
Fótbolti.net bikarinn
föstudagur 20. september
Besta-deild kvenna - Efri hluti
fimmtudagur 19. september
Lengjudeild karla - Umspil
miðvikudagur 18. september
Lengjudeildin - Umspil
mánudagur 16. september
Besta-deild karla
föstudagur 13. september
Besta-deild kvenna - Efri hluti
Besta-deild karla
fimmtudagur 12. september
Besta-deild kvenna - Efri hluti
þriðjudagur 10. september
Undankeppni EM U21
Æfingamót í Slóveníu
mánudagur 9. september
Þjóðadeildin
laugardagur 7. september
Meistaradeild kvenna - forkeppni
Lengjudeild karla
Besta-deild kvenna - Neðri hluti
Lengjudeild kvenna
miðvikudagur 25. desember
Engin úrslit úr leikjum í dag
mán 01.maí 2023 23:59 Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Magazine image

Töfralausn sem hjálpaði Heiðdísi að upplifa drauminn

Heiðdís Lillýardóttir er varnarmaður sem hefur marga fjöruna sopið. Hún er 27 ára gömul og hefur spilað meistaraflokksfótbolta í þrettán ár. Hún hóf feril sinn hjá Hetti á Egilsstöðum og var þar til átján ára aldurs. Þá söðlaði hún um og tók tvö ár á Selfossi áður en hún skipti yfir í Breiðablik.

Hún var í Breiðabliki út tímabilið 2022. Í upphafi árs 2022 var hún á láni hjá Benfica í Portúgal en sneri til baka í Kópavoginn í lok apríl og tók sitt síðasta tímabil á Íslandi, í bili hið minnsta, því hún gekk í raðir svissneska félagsins Basel í febrúar og skrifaði undir tveggja og hálfs árs samning.

Núna er úrslitakeppnin að byrja og þar getur allt gerst.
Núna er úrslitakeppnin að byrja og þar getur allt gerst.
Mynd/Basel
Það var skrítið að koma á láni til að hjálpa og fá svo ekki einu sinni að sýna almennilega hvað maður gat fært liðinu.
Það var skrítið að koma á láni til að hjálpa og fá svo ekki einu sinni að sýna almennilega hvað maður gat fært liðinu.
Mynd/Benfica
Fyrst eftir að hún var rekin var miklu léttara yfir öllum og skemmtilegra á æfingum og við unnum loksins leik.
Fyrst eftir að hún var rekin var miklu léttara yfir öllum og skemmtilegra á æfingum og við unnum loksins leik.
Mynd/Basel
Þetta er virkilega skrítin staða
Þetta er virkilega skrítin staða
Mynd/Basel
Ég var svo ánægð með það að þegar ég fór frá Benfica fékk ég að halda áfram í fjarþjálfun frá einum styrktarþjálfaranum þar
Ég var svo ánægð með það að þegar ég fór frá Benfica fékk ég að halda áfram í fjarþjálfun frá einum styrktarþjálfaranum þar
Mynd/Benfica
En ég fann á þessum tímapunkti þegar ég fékk tilboð frá Basel að ég vildi prófa það og breyta til.
En ég fann á þessum tímapunkti þegar ég fékk tilboð frá Basel að ég vildi prófa það og breyta til.
Mynd/Basel
Tíminn minn hjá Benfica ýtti klárlega undir það að ég vildi komast út aftur.
Tíminn minn hjá Benfica ýtti klárlega undir það að ég vildi komast út aftur.
Mynd/Basel
Ég myndi segja að ég væri ekki á þeim stað sem ég er á núna ef Særún hefði ekki fundið þessa lausn
Ég myndi segja að ég væri ekki á þeim stað sem ég er á núna ef Særún hefði ekki fundið þessa lausn
Mynd/Basel
Ég er að einbeita mér fyrst og fremst að því að spila vel fyrir Basel og ná árangri með liðinu
Ég er að einbeita mér fyrst og fremst að því að spila vel fyrir Basel og ná árangri með liðinu
Mynd/Basel
Ég fór loksins að geta verið með í öllu og leið miklu betur andlega.
Ég fór loksins að geta verið með í öllu og leið miklu betur andlega.
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Gísli Eyjólfsson er ekki sá eini sem er þakklátur fyrir Særúnu Jónsdóttur.
Gísli Eyjólfsson er ekki sá eini sem er þakklátur fyrir Særúnu Jónsdóttur.
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ég átti sérstaklega góðan leik á móti PSG
Ég átti sérstaklega góðan leik á móti PSG
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Mig langaði að breyta til og fara út í atvinnumennsku. Mig langaði ekki hvert sem er en þetta hjá Basel kom skyndilega upp og mér leist vel á verkefnið hjá þeim," sagði Heiðdís við Fótbolta.net. Sami umboðsmaður hjálpaði henni að ganga í raðir bæði Benfica og Basel.

„Fyrstu vikurnar hjá mér hafa verið ágætar. Ég spilaði strax 90 mínútur viku eftir að ég kom og mér gekk mjög vel. Síðan kom landsliðspása í tvær vikur og því engir leikir þannig að ég fékk smá tíma í að aðlagast sem var gott." Heiðdís segir að umhverfið hjá Basel sé ólíkt því sem er í kringum Breiðablik.

„Það er frekar ólíkt en ég myndi segja að helsti munurinn sé æfingasvæðið, það er miklu stærra. Basel er með marga góða velli til að æfa á, gervigras og venjulegt. Við í kvennaliðinu fáum ekki að keppa á St. Jakobs Park (heimavelli karlaliðsins) eins og er en það á að breytast í sumar."

Fyrsta rauða spjaldið á ferlinum
Basel endaði í sjötta sætinu eftir átján umferða deild. Framundan er úrslitakeppni þar sem liðið mætir Grasshoppers, liðinu sem endaði í þriðja sæti, í tveggja leikja einvígi um sæti í undanúrslitum. Í deildinni eru tíu lið, tvö falla og hin átta fara í úrslitakeppni. Heiðdís tekur út leikbann í fyrri leiknum gegn Grasshoppers, sem fram fer um komandi helgi. Hún fékk tvö gul spjöld og þar með rautt í lokaumferð deildarinnar og er því í banni.

„Þetta var fyrsta rauða spjaldið mitt á ferlinum. Nei, ég get ekki sagt að þetta hafi verið óverðskuldað, galin tækling hjá mér og smá kjaftur. Svolítið út úr mínum karakter," sagði Heiðdís hreinskilin.

Spennandi breytingar en staðan á sama tíma sérstök
En hvert er markmið Basel?

„Á sama tíma og ég byrja þá tekur nýr framkvæmdarstjóri (Theodoros Karapetsas) við kvennaboltanum hjá Basel. Það er hann sem selur mér hugmyndina um að koma þar sem hann ætlar að gera miklar breytingar. Þau vilja vera í toppbaráttunni og því þarf að breyta ýmsu þar sem liðið endaði þetta tímabil um miðja deild."

„Mér fannst spennandi að vera partur af þessum breytingum og hjálpa þeim að koma sér í toppbaráttuna. Núna er úrslitakeppnin að byrja og þar getur allt gerst. Stefnan er auðvitað að reyna vinna hana en markmikið er að vera í toppbaráttu næsta tímabil og komast í Meistaradeildina."


Það urðu þjálfaraskipti hjá Basel í mars, Katja Greulich var látin fara. Heiðdís hefur byrjað alla leiki frá komu sinni en náði ekki að upplifa sigurtilfinninguna fyrr en í sjötta leik sínum og var það eftir að aðstoðarþjálfarinn Ben Schickler tók við.

„Þetta er búið að vera frekar erfitt síðan ég kom. Stemningin byrjaði fljótt að vera skrítin í kringum þjálfarann. Fyrst eftir að hún var rekin var miklu léttara yfir öllum og skemmtilegra á æfingum og við unnum loksins leik. En stemningin varð fljótt skrítin aftur af því leikmenn fengu að vita af því að það verða miklar breytingar eftir tímabilið og ekki er víst hvort margar verði áfram. Fókusinn er strax kominn á næsta tímabil og þá er smá erfitt að spila leikina núna."

„Við erum ekki ennþá komnar með þjálfara en aðstoðaþjálfarinn mun klára tímabilið með okkur þó hann verði ekki áfram. Þetta er virkilega skrítin staða."


Miklar breytingar eru í vændum en Heiðdís veit þó að hún verður áfram. „Ég og þær sem komu í byrjun árs erum eiginlega þær einu sem verða 100% áfram."

Fyrrum þýska landsliðskonan Kim Kulig, aðstoðarþjálfari kvennaliðs Wolfsburg, hefur verið orðuð við starfið hjá Basel.

Extra erfitt að kveðja
Hvernig var að fara frá Blikum í vetur?

„Mér fannst mjög erfitt að fara frá Blikum. Ég er búin að vera þarna í rúmlega sex ár og er orðin algjör Bliki. Fólkið þarna, allir í kring og stelpurnar eru bara eins og fjölskyldan mín. Þar sem seinasta tímabil endaði líka ekki eins og við vildum þá var extra erfitt að kveðja. En ég fann á þessum tímapunkti þegar ég fékk tilboð frá Basel að ég vildi prófa það og breyta til."

Breiðablik vissi ekki með miklum fyrirvara að Heiðdís væri á förum til Basel. „Blikar vissu það bara rétt áður en ég svo fór. Ási þjálfari var ekkert sérstaklega sáttur en vildi ekki koma í veg fyrir að ég gæti gripið þetta tækifæri."

Erfitt en mjög lærdómsríkt ár
Spólum til baka um eitt ár þegar Heiðdís fór til Benfica. Hvernig horfir hún á árið 2022 þar sem hún var í upphafi hjá Benfica en lék svo með Breiðabliki um sumarið?

„Árið mitt í fyrra var erfitt en samt mjög lærdómsríkt. Tíminn hjá Benfica fór ekki eins og ég vildi þar sem ég fékk ekki séns á að sanna mig. En á sama tíma er ég mjög þakklát fyrir það sem ég fékk að upplifa, hvernig það er að vera atvinnukona í geggjuðu umhverfi. Mig langaði að vera lengur sem var erfitt, en á sama tíma var ég fegin að koma aftur heim af því ég er í þessu til að spila fótbolta og ná árangri og það var ekki að fara gerast með Benfica."

„Tímabilið með Breiðabliki var ekki nógu gott þar sem við náðum ekki að gera það sem við ætluðum okkur. Mér fannst ég vera stútfull af sjálfstrausti í byrjun tímabils þegar ég kom frá Benfica og gekk vel. En við náðum ekki að vinna nógu vel saman sem lið og það gekk erfiðlega í of mörgum leikjum. Svo meiddist ég líka á miðju tímabili og var frá í næstum þrjá mánuði. Sem betur fer var EM á sama tíma þannig ég missti af færri leikjum en ég hefði gert. Það var erfitt andlega og líkamlega að koma til baka beint í leiki eftir meiðsli. Ég var líka ekki sú eina sem meiddist, við vorum nokkrar mjög óheppnar og það var erfitt fyrir liðið þar sem miklar breytingar voru á liðinu í hverjum leik þannig það vantaði stöðugleika."


Elskaði borgina en fékk lítinn séns
Var eitthvað sem kom þér á óvart hjá Benfica?

„Hversu frábær aðstaðan var hjá konunum. Vellirnir voru góðir, líkamsræktin geggjuð og matur í öll mál svo eitthvað sé nefnt. Svo voru allir með einkaprógramm frá styrktarþjálfurunum þar og ég hef aldrei verið í jafn góðu standi síðan ég byrjaði á því. Ég var svo ánægð með það að þegar ég fór frá Benfica fékk ég að halda áfram í fjarþjálfun frá einum styrktarþjálfaranum þar, ég fæ áfram daglega prógramm frá honum og það er búið að gera rosalega mikið fyrir mig."

„Svo var Lissabon bara yndisleg borg, eiginlega bara "too good to be true" að búa þarna. En það kom mér samt líka á óvart var hvað ég fékk lítinn séns þarna. Mér fannst ég nýta mín fáu tækifæri mjög vel en það skipti engu máli því ég var aldrei inn í myndinni hjá þjálfaranum. Það var skrítið að koma á láni til að hjálpa og fá svo ekki einu sinni að sýna almennilega hvað maður gat fært liðinu."

„Tíminn minn hjá Benfica ýtti klárlega undir það að ég vildi komast út aftur. Þetta var frábær reynsla og mér fannst þetta eiginlega vera smá „tease“ þar sem ég fékk ekki að spila. Mig langaði að komast aftur út þar sem ég myndi fá að spila, þótt ég vissi að það gæti orðið erfitt að toppa þessa aðstöðu hjá Benfica."


Hvernig kom nafn Heiðdísar upp hjá Benfica?

„Félagið var að leita sér að hafsent og sáu mig spila í Meistaradeildinni með Breiðabliki. Ég átti sérstaklega góðan leik á móti PSG heima og svo voru þau einnig með klippur frá sumrinu."

Teiping sem breytti öllu
Tímabilið 2021 var mjög gott hjá Heiðdísi, hlutirnir fóru fyrir alvöru að smella hjá henni. Eftir það tímabil kom kallið frá Benfica. En að fara út í atvinnumennsku, var þetta eitthvað sem hún hafði hugsað um lengi að láta reyna á áður en skrefið var tekið?

„Sumarið 2021 með Blikum var mjög gott hjá mér persónulega. Ég fékk þá meiri athygli en áður og þá hafði umboðsmaðurinn minn samband við mig. Tímabilin fyrir það voru erfiðari hjá mér út af meiðslum, þótt ég hafi náð að spila hvern einasta leik og liðinu gekk vel. Ég náði ekki að vera með á hverri æfingu þar sem það voru alltaf einhver meiðsli og það var erfitt andlega og líkamlega."

„En fyrir sumarið 2021 fann Særún sjúkraþjálfari uppá teipingu fyrir mig sem ég hef gert fyrir hverja æfingu og leik síðan þá og eftir það hefur allt breyst hjá mér. Ég fór loksins að geta verið með í öllu og leið miklu betur andlega. Þannig að já, það var ekki fyrr en eftir tímabilið 2021 sem ég fór að láta mig dreyma um að fara í atvinnumennsku."


Aðspurð út í teipinguna segist Heiðdís vera með skrítin hné. „Þau snúa inn og þessi teiping á ökklana breytti öllu fyrir mig. Ég myndi segja að ég væri ekki á þeim stað sem ég er á núna ef Særún hefði ekki fundið þessa lausn."

Voru einhver tilboð eða áhugi frá félögum sem gengu ekki upp?

„Eftir tímann hjá Benfica voru tvö lið sem sýndu mikinn áhuga og ég ætlaði mér að reyna fara í bæði skiptin en þau hættu bæði við á seinustu stundu. Ég var mjög glöð þegar þetta gekk upp með Basel og er spennt fyrir framhaldinu með þeim."

Heilt yfir gott en mætti vera enn betra
Er mikið samstarf milli karla- og kvennaliðanna hjá Benfica og Basel?

„Það er ágætt samstarf milli karla og kvenna liðanna hjá Benfica. Karlarnir spila alltaf á aðalleikvanginum, annars er allt eins. Konurnar fá reyndar að spila stærstu leikina sína á aðalleikvanginum."

„Hjá Basel er það ekki alveg jafn gott. Stefnan er að bæta úr því. Við æfum á sama æfingasvæði og borðum á sama stað og karlarnir. En til dæmis mætti æfingatíminn hjá okkur vera á betri tímum, karlarnir fá betri æfingatíma."


Eins og Heiðdís kom inn á er stefnan sett á að kvennalið Basel spili leiki á sama velli og karlaliðið. Er það kappsmál hjá félaginu að það sé jafnrétti milli karla- og kvennaliðsins.

„Já, það er kappsmál hjá framkvæmdastjóranum að gera hlutina betri og vonandi næst það í sumar. Við eigum að fá betri æfingatíma og það á að bæta klefaaðstöðuna. Þetta er heilt yfir gott, en mætti vera enn betra. Æfingasvæðið er mjög flott og mörg lið fá að koma hér til að bæði æfa og spila. Svissneska karlalandsliðið var til að mynda hérna um daginn."

Væri draumur að fá tækifærið með landsliðinu
Heiðdís er miðvörður og var fengin bæði til Benfica og Basel sem slíkur. Hún er þekkt stærð í íslenska boltanum en hefur til þessa ekki verið valin í landsliðið. Er það eitthvað sem hún pælir í?

„Já, ég hef verið svekkt yfir því en eins og er þá er ég ekki að pæla í því þar sem ég er að einbeita mér fyrst og fremst að því að spila vel fyrir Basel og ná árangri með liðinu. Við Íslendingar eigum marga flotta miðverði þannig samkeppnin er mikil, en auðvitað væri það draumur að fá tækifærið."

Hefur það fínt og þægilegt ferðalag fyrir fjölskylduna
Hvernig er það fjárhagslega að vera fótboltakona sem spilar erlendis. Nær Heiðdís að leggja til hliðar, er hún í einhverri fjarvinnu með boltanum?

„Þetta mætti klárlega vera betra á öllum stöðum, en ég hef það fínt í Basel og já, ég næ að leggja eitthvað til hliðar. Ég er ekki að vinna með fótboltanum hér en ég var í 50% vinnu með boltanum heima á Íslandi."

Hvernig er með fjölskylduna, nær hún að fylgjast með Heiðdísi spila í Sviss og hefur hún jafnvel komið í heimsókn og séð hana spila?

„Já, þau hafa komið í heimsókn til mín. Svo eru allir leikir sýndir á netinu sem er frábært. Það er stutt að fara til mín; beint flug til Zurich með Icelandair og svo lest í klukkutíma til Basel."

Gaman að fá annan Íslending
Að lokum, Birkir Bjarnason er fyrrum leikmaður félagsins. Eru einhver merki um að hann var þarna á sínum tíma?

„Nei, en framkvæmdastjóri félagsins sem hefur verið hér í langan tíma spjallaði einu sinni við mig um það í hádegismatnum. Honum fannst gaman að það væri kominn annar Íslendingur," sagði Heiðdís og hló.
Athugasemdir
banner