Liverpool reynir aftur við Zubimendi - Isak til Arsenal - Wirtz á óskalista Bayern
   fös 25. ágúst 2023 22:05
Elvar Geir Magnússon
Arnar fær ekki refsingu frá aganefnd
Arnar í símanum í stúkunni.
Arnar í símanum í stúkunni.
Mynd: Fótbolti.net - Hulda Margrét
Aganefnd KSÍ úrskurðaði í dag að Arnar Gunnlaugsson þjálfari Víkings skuli ekki fá refsingu fyrir að hafa verið í símasambandi við aðstoðarmenn sína á bekknum þegar hann tók út leikbann í 4-0 sigurleiknum gegn Val á dögunum.

Í reglum KSÍ segir að þjálfari eða forystumaður sem tekur út leikbann skuli vera meðal áhorfenda frá og með einni klukkustund fyrir leik og þar til dómari hefur flautað til leiksloka. Á því tímabili megi hann ekki vera í boðvangi, í búningsherbergjum eða „annars staðar þar sem hann getur verið í tengslum við lið sitt“.

Að mati aga- og úrskurðarnefndar geti rafræn samskipti ekki ótvírætt falið í sér brot gegn þessari grein.

Nefndin telur óumdeilt að Arnar hafi komið skilaboðum og skipunum í gegnum farsíma áfram til starfsfólks og þjálfara Víkings í boðvangi. Sú framkoma feli hinsvegar ekki í sér brot gegn grein 36.1. reglugerðar KSÍ um knattspyrnumót.
Athugasemdir
banner
banner