Atletico íhugar að gera tilboð í Garnacho - Man Utd langt komið í viðræðum við Diallo - Dybala má fara ef hann er ósáttur
   mán 26. ágúst 2024 13:38
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Bara maðurinn sem er að fara að tryggja þeim Íslandsmeistaratitilinn"
Ísak Snær Þorvaldsson.
Ísak Snær Þorvaldsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Marki fagnað í sumar.
Marki fagnað í sumar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ísak Snær Þorvaldsson hefur verið virkilega sterkur fyrir Breiðablik að undanförnu en Blikar eru komnir á toppinn í Bestu deild karla. Ísak fiskaði í gær vítaspyrnu í uppbótartíma þegar Breiðablik vann 1-2 sigur á ÍA.

Ísak, sem var besti leikmaður Blika er þeir urðu Íslandsmeistarar fyrir tveimur árum, hefur verið iðinn við kolann að undanförnu.

Ísak er á láni hjá Blikum frá Rosenborg en norska félagið vildi fá hann til baka á dögunum. Hann valdi hins vegar að vera áfram.

„Rosenborg vildi Ísak Snæ til baka en hann sagði bara 'nei takk', sagðist vilja klára tímabilið með Breiðabliki. Mér finnst þetta sérstakt en ég veit ekki alveg hvernig staða Ísaks er í Þrándheimi. En það er þvílíkt öflugt fyrir Blika að Ísak sé að fara að klára tímabilið með þeim því hann er búinn að finna sitt fyrra form," sagði Elvar Geir Magnússon í útvarpsþættinum Fótbolti.net síðasta laugardag.

Tómas Þór Þórðarson tók undir það. „Hann er bara maðurinn sem er að fara að tryggja þeim Íslandsmeistaratitilinn, það er bara þannig. Hann er gjörsamlega óstöðvandi þessa dagana," sagði Tómas.

„Þeir eru þéttir og öflugir varnarlega, og Anton Ari gjörsamlega vaknaður. Liðið er að spila vel og Ísak er að nálgast svindkallinn aftur."

Blikar eru nú þremur stigum á undan Víkingum á toppi Bestu deildarinnar en ríkjandi Íslandsmeistarar Víkings eiga leik til góða.
Útvarpsþátturinn - Brotnir KR-ingar, Euro-Vikes og enskt hringborð
Athugasemdir
banner
banner
banner