Áhugi Liverpool á Musiala eykst - Arsenal og Newcastle hafa áhuga á Sane - Simons orðaður við Man Utd
banner
   mið 28. ágúst 2024 10:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
„Þetta allt tekið saman er ómetanlegt"
Ísak er fæddur árið 2001 og er samningsbundinn Rosenborg í Noregi.
Ísak er fæddur árið 2001 og er samningsbundinn Rosenborg í Noregi.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hann á að baki sex A-landsleiki og skoraði í janúar sitt fyrsta landsliðsmark.
Hann á að baki sex A-landsleiki og skoraði í janúar sitt fyrsta landsliðsmark.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
'Við erum auðvitað gríðarlega ánægðir að hafa fengið hann og að hann klári tímabilið með okkur'
'Við erum auðvitað gríðarlega ánægðir að hafa fengið hann og að hann klári tímabilið með okkur'
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ísak Snær Þorvaldsson hefur verið jafnbesti leikmaður Bestu deildarinnar síðustu vikurnar. Hann er einn af lykilmönnunum í velgengni liðsins sem hefur sótt sextán af átján mögulegum stigum í síðustu sex leikjum.

Ísak er samningsbundinn Rosenborg í Noregi en kom á láni til Breiðabliks skömmu fyrir mót. Ísak sagði frá því í viðtali hér á Fótbolti.net fyrir helgi að Rosenborg hefði viljað kallað hann til baka úr láninu en hann hefði ákveðið að klára tímabilið með Breiðabliki. Fótbolti.net ræddi við Halldór Árnason, þjálfara Breiðabliks, og var hann spurður út í Ísak.

„Það skiptir okkur auðvitað heilmiklu máli að hann ákveði að klára tímabilið með okkur. Við erum með mikla breidd fram á við og góða leikmenn, en hann er einstakur; það er nánast ómögulegt að ráða við hann þegar hann er í toppformi. Þetta eru núna orðnir ansi margir leikir í röð þar sem hann hefur, á mikilvægum augnablikum í leikjum, búið til mörk; fengið víti, lagt upp mörk og skorað mörk. Hann gerir svo margt fyrir okkur, er mjög öflugur í varnarvinnu og í föstum leikatriðum, þetta allt tekið saman er ómetanlegt. Við erum auðvitað gríðarlega ánægðir að hafa fengið hann og að hann klári tímabilið með okkur," segir Dóri.

Ísak hefur skorað fimm mörk í sumar og er með eina skráða stoðsendingu. Hann hefur einnig krækt í nokkrar vítaspyrnur; tvær gegn Fylki og svo vítaspyrnuna gegn ÍA sem úr varð svo sigurmark leiksins. Hann hefur því komið með beinum hætti að sex mörkum í síðustu fimm leikjum Blika.

Fylgjast vel með höfuðhöggum
Ísak hefur misst úr þrjá leiki á tímabilinu. Hann var ekki í hópnum gegn ÍA og FH eftir að hafa fengið höfuðhögg gegn KA í júní. Hann var svo ekki í hópnum gegn KR stuttu síðar. Höfuðhögg hafa verið þau meiðsli sem hafa hvað mest sett strik í reikninginn hjá Ísaki síðustu tímabil.

„Þessi höfuðhögg sem hann hefur fengið og hafa haldið honum frá æfingum og leikjum hafa verið algjör óheppni, sjaldnast verið eitthvað tengt skallaeinvígum. Þegar þú ert að fara upp í skallabolta þá ertu undirbúinn fyrir högg. Hann hefur lent í því að fá menn á blindu hliðina á sér, og stundum fullgróft finnst mér. Tímabilið '22 fékk hann bolta á gagnaugað þegar var verið að skipta honum út af, leikurinn var stopp og verið að hreinsa boltanum í burtu. Algjör óheppni."

„Þetta hefur því ekki snúist um að biðja hann að vera ekki að skalla í leikjum eða eitthvað svoleiðis. Hann hefur verið einstaklega óheppinn og þegar þú færð höfuðhögg reglulega þá verðurðu oft viðkvæmari fyrir þeim. Við erum meðvituð um að þegar hann fær höfuðhögg þá fylgjumst við vel með. Hann fékk þungt högg gegn ÍA, en það var ekki heilahristingur. Það er vont að fá hnefa í sig. Við fylgdumst bara vel með, engin einkenni í hálfleik og hann kláraði leikinn."

„Við erum með frábæran sjúkraþjálfara sem hugsar vel um hann og heldur okkur á tánum að fylgjast vel með þegar höfuðhögg koma. Hann hefur sloppið nokkuð vel í sumar,"
segir Dóri.

Ísak var síðast hjá Breiðabliki tímabilið 2022 og þá varð liðið Íslandsmeistari og hann var valinn besti leikmaður mótsins hér á Fótbolti.net. Breiðablik er í dag á toppi Bestu deildarinnar og næsti leikur liðsins er útileikur gegn KA á sunnudag.
Besta-deild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Víkingur R. 21 14 4 3 50 - 23 +27 46
2.    Breiðablik 21 14 4 3 48 - 25 +23 46
3.    Valur 21 10 5 6 49 - 32 +17 35
4.    FH 21 9 5 7 36 - 35 +1 32
5.    ÍA 21 9 4 8 40 - 31 +9 31
6.    Stjarnan 21 9 4 8 39 - 35 +4 31
7.    KA 21 7 6 8 32 - 37 -5 27
8.    Fram 21 7 5 9 28 - 29 -1 26
9.    KR 21 5 6 10 34 - 42 -8 21
10.    HK 21 6 2 13 23 - 51 -28 20
11.    Vestri 21 4 6 11 22 - 42 -20 18
12.    Fylkir 21 4 5 12 26 - 45 -19 17
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner