City vill Wirtz - Lookman orðaður við Newcastle og Man Utd - White gæti snúið aftur í landsliðið
Steini: Sýndi að þær voru hræddar við að við myndum nálgast markið
Karólína eftir naumt tap: Þær voru orðnar drullu pirraðar
Ingibjörg: Héldum áfram að reyna og ég er stolt af því
„Henda sér niður við allt og væla yfir öllu“
Sölvi: Víkingstreyjan fer honum einstaklega vel
Kári: Hann vildi meina að nú væri kominn tími á að reyna þetta aftur
Gylfi um síðustu daga og skiptin umtöluðu - „Kári gefst greinilega ekki upp"
Cecilía: Frakkar hafa góða einstaklinga en ekki eins gott lið og Ísland
Hlín: Hellings pláss á móti þeim og okkar að nýta það
Steini: Þær fara mikið í 1 á 1 og reyna að plata
Emilía Kiær: Heimsklassa lið með heimsklassa leikmönnum
Katla Tryggva: Held ég sé með ágætis tök á dómurunum
Karólína Lea: Kom mér á óvart hvað hún er tæknilega góð
Glódís: Við erum ekki sáttar að fara héðan með eitt stig
Steini: Stundum vantaði aðeins meiri ró á boltanum
Dagný þakklát fyrir traustið: Eigum að geta gert aðeins betur
Sveindís Jane: Ég hefði átt að skjóta betur
Glódís: Hún er ein besta sexa í heimi
Steini: Óvissa með leikkerfið en undirbúum okkur undir bæði
Sölvi Geir: Allir Víkingar mega vera stoltir af þessu liði
   lau 29. maí 2021 15:42
Anton Freyr Jónsson
Davíð Smári: Ljótt eða fallegt eða hvað það er - Þrír punktar sem skipta máli
Lengjudeildin
Davíð Smári, þjálfari Kórdrengja.
Davíð Smári, þjálfari Kórdrengja.
Mynd: Hulda Margrét
„Gríðarlega sáttur með þrjá punkta. Þetta var svona pínulítið þungt og slitrótt og væntanlega ekkert voðalega skemmtilegur leikur að horfa á en þrír punktar, það er það sem telur." voru frystu viðbrögð Davíðs Smára þjálfara Kórdrengja sem var sáttur að leikslokum.

Lestu um leikinn: Kórdrengir 2 -  1 Þróttur R.

Hvernig lögðu Kórdrengir leikinn upp í dag?

„Við ætluðum að komast svolítið utan á þá og finna svæðin á bakvið þá, gékk ekkert alltof vel í byrjun leiks en komum vel inn í seinni hálfleikinn og þá gengur þetta vel. Miðjan var svolítið „köttuð út" sérstaklega í fyrri hálfleik svona spiluðum ekki eins og við lögðum upp með. Við ætluðum að leita upp á miðjuna og svo út í víddina og svo á bakvið þá og það gékk ekki upp allavega í fyrrihálfleik.

„Við tökum helling gott út úr þessum leik og fullt af hlutum sem við þurfum að vinna í og laga og við munum gera það strax á næstu æfingu."

Kórdrengir eru í fjórða sæti deildarinnar með sjö stig eftir fjórar umferðir Hvernig horfir framhaldið við Davíð Smára en liðið mætir ÍBV í næstu umferð.

„Mér líst gríðarlega vel á framhaldið, mér finnst stígandi í liðinu og við vorum að grinda þrjá punkta hérna í dag, hvort sem það var ljótt eða fallegt eða hvað það er. Það eru þrír punktar sem skipta máli. Við mætum ÍBV á Fimmtudaginn og erum bara klárir í það."

Viðtalið í heild sinni má sjá í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir
banner