
„Gríðarlega sáttur með þrjá punkta. Þetta var svona pínulítið þungt og slitrótt og væntanlega ekkert voðalega skemmtilegur leikur að horfa á en þrír punktar, það er það sem telur." voru frystu viðbrögð Davíðs Smára þjálfara Kórdrengja sem var sáttur að leikslokum.
Lestu um leikinn: Kórdrengir 2 - 1 Þróttur R.
Hvernig lögðu Kórdrengir leikinn upp í dag?
„Við ætluðum að komast svolítið utan á þá og finna svæðin á bakvið þá, gékk ekkert alltof vel í byrjun leiks en komum vel inn í seinni hálfleikinn og þá gengur þetta vel. Miðjan var svolítið „köttuð út" sérstaklega í fyrri hálfleik svona spiluðum ekki eins og við lögðum upp með. Við ætluðum að leita upp á miðjuna og svo út í víddina og svo á bakvið þá og það gékk ekki upp allavega í fyrrihálfleik.
„Við tökum helling gott út úr þessum leik og fullt af hlutum sem við þurfum að vinna í og laga og við munum gera það strax á næstu æfingu."
Kórdrengir eru í fjórða sæti deildarinnar með sjö stig eftir fjórar umferðir Hvernig horfir framhaldið við Davíð Smára en liðið mætir ÍBV í næstu umferð.
„Mér líst gríðarlega vel á framhaldið, mér finnst stígandi í liðinu og við vorum að grinda þrjá punkta hérna í dag, hvort sem það var ljótt eða fallegt eða hvað það er. Það eru þrír punktar sem skipta máli. Við mætum ÍBV á Fimmtudaginn og erum bara klárir í það."
Viðtalið í heild sinni má sjá í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir