Liverpool reynir aftur við Zubimendi - Isak til Arsenal - Wirtz á óskalista Bayern
   fim 29. júní 2017 12:24
Elvar Geir Magnússon
Þjálfari Afríku: Dómarinn með fordóma eða eitthvað slíkt
Zakaria, þjálfari Afríku.
Zakaria, þjálfari Afríku.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Slava Titov dómari.
Slava Titov dómari.
Mynd: Fótbolti.net - Tomasz Kolodziejski
Zakaria Elías Anbari, þjálfari Afríku, segir að það hafi verið sín ákvörðun að neita að spila leikinn gegn KFR í 4. deildinni í gær.

Hann staðfestir að ástæðan hafi verið dómari leiksins, Viatcheslav Titov, og segir að lið Afríku hafi slæma reynslu af honum. Zakaria fékk rauða spjaldið í gær.

„Hann er alltaf með einhver leiðindi á móti okkur. Hann hefur oft dæmt hjá okkur, síðast í deildabikarnum þegar við spiluðum gegn Augnabliki. Við áttum að vinna þann leik en hann eyðilagði leikinn. Við vorum að stjórna leiknum en hann gaf okkur sjö gul spjöld og rautt spjald á meðan hitt liðið fékk ekkert spjald," segir Zakaria.

Hér má sjá skýrsluna úr umræddum leik sem Augnablik vann 4-2. Samkvæmt upplýsingum Fótbolta.net hótaði lið Afríku að ganga af velli í þessum leik.

„Við máttum ekkert tala við hann og máttum ekki gera neitt. Við gátum bara horft á hann auðmýkja okkur. Hann getur ekki gert hvað sem hann vill þó hann sé dómari. Þessi dómari er með fordóma eða eitthvað slíkt. Ég hef rætt við KSÍ í dag og þeir vita af málinu."

Fótbolti.net heyrði í Klöru Bjartmarz, framkvæmdastjóra KSÍ, varðandi málið. Ekki er staðfest hvort leikurinn verði leikinn aftur en Zakaria bjóst við því. „Mótanefnd mun klára sína umfjöllun um leikinn í dag. Hins vegar er um að ræða brottvísun þjálfara og það fer í hefðbundið ferli hjá aga- og úrskurðarnefnd," sagði Klara.

Afríka rekur lestina í B-riðli 4. deildarinnar með þrjú stig. Oft hefur verið gustur í kringum liðið og fékk það neikvæða útreið á Twitter í gær.



Athugasemdir
banner