Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
banner
   lau 29. október 2022 12:05
Stefán Marteinn Ólafsson
Byrjunarlið Keflavíkur og Fram: Markmannsskipti hjá báðum liðum
Gullboltinn og Gullskór Nike undir
Endar gullskórinn hjá Guðmundi Magnússyni?
Endar gullskórinn hjá Guðmundi Magnússyni?
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Tiago leiðir kapphlaupið um Gullbolta Nike
Tiago leiðir kapphlaupið um Gullbolta Nike
Mynd: Fótbolti.net - J.L.

Lokaumferð Bestu deildar karla fer fram í dag þar sem tímabilið líður undir lok en Keflavík tekur á móti Fram á HS Orku vellinum í dag.Það skýrist í þessum leik hver mun standa uppi með "forsetabikarinn" en tölfræðilega þá getur Fram komist upp fyrir Keflvíkinga með stórsigri.

Mestu spennuna ef svo má að orði komast má eflaust finna í þessum leik. Þegar allt annað er orðið klárt er enn barátta um einstaklingsverðlaunin og sú barátta fær hátt undir höfuð hér í dag. Guðmundur Magnússon er jafn Nökkva Þeyr Þórissyni í baráttunni um gullskóinn en þeir eru jafnir með 17 mörk.

Tiago og Adam Ægir Pálsson eru svo í baráttu um Gullbolta Nike en Tiago er búin að jafna metið fyrir flestar stoðsendingar á einu tímabili (13 talsins) en Adam Ægir Pálsson er einni stoðsendingu á eftir eða með 12.


Lestu um leikinn: Keflavík 4 -  0 Fram

Keflavík gerir tvær breytingar á sínu liði frá síðasta leik en inn koma Rúnar Gissurarson í markið fyrir Sindra Kristinn Ólafsson og Valur Ingi Valsson fyrir Frans Elvarsson sem tekur út leikbann. 

Frammarar gera þá þrjár breytingar á sínu liði en inn koma einnig í markmannsskipti Stefán Þór Hannesson fyrir Ólaf Íshólm Ólafsson, Indriði Áki Þorláksson og Magnús Þórðarson fyrir Almarr Ormarsson sem tekur út leikbann og Jannik Pohl.

Besta-deild karla - Efri hluti

13:00 KA-Valur

13:00 Breiðablik-Víkingur

13:00 KR-Stjarnan

Besta-deild karla - Neðri hluti

13:00 FH-ÍA

13:00 Keflavík-Fram

13:00 ÍBV-Leiknir


Byrjunarlið Keflavík:
12. Rúnar Gissurarson (m)
4. Nacho Heras
5. Magnús Þór Magnússon (f) (f)
6. Sindri Snær Magnússon
7. Rúnar Þór Sigurgeirsson
10. Dagur Ingi Valsson
10. Kian Williams
23. Joey Gibbs
24. Adam Ægir Pálsson
26. Dani Hatakka
77. Patrik Johannesen

Byrjunarlið Fram:
12. Stefán Þór Hannesson (m)
5. Delphin Tshiembe
6. Tryggvi Snær Geirsson
10. Fred Saraiva
11. Magnús Þórðarson
14. Hlynur Atli Magnússon (f)
21. Indriði Áki Þorláksson
22. Óskar Jónsson
23. Már Ægisson
28. Tiago Fernandes
77. Guðmundur Magnússon
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner