Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 29. október 2022 13:00
Fótbolti.net
Lokaumferðin farin af stað - Þessir voru valdir bestir
Svona er lið ársins í Bestu deildinni.
Svona er lið ársins í Bestu deildinni.
Mynd: Elvar Geir Magnússon
Óskar Hrafn er þjálfari ársins.
Óskar Hrafn er þjálfari ársins.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Búið er að flauta lokaumferð Bestu deildar karla af stað en allir leikirnir hófust klukkan 13 og eru að sjálfsögðu í beinum textalýsingum hér á Fótbolta.net. Breiðablik mun fá Íslandsmeistaraskjöldinn við formlega athöfn í Kópavoginum.

Besta-deild karla - Efri hluti
13:00 KA-Valur
13:00 Breiðablik-Víkingur
13:00 KR-Stjarnan
Besta-deild karla - Neðri hluti
13:00 FH-ÍA
13:00 Keflavík-Fram
13:00 ÍBV-Leiknir

Fyrir viku síðan var opinberað hverjir voru valdir menn tímabilsins af Fótbolta.net og má sjá valið hér að neðan.



Leikmaður ársins: Ísak Snær Þorvaldsson (Breiðablik)
Fótbolti.net velur Ísak Snæ Þorvaldsson besta leikmann Bestu deildarinnar 2022. Hann var hreinlega óstöðvandi langt fram eftir móti. Þjálfarar Breiðabliks náðu því besta út úr Ísaki sem var settur framar á völlinn en hann er vanur. 18 mörk og tíu stoðsendingar í öllum keppnum í sumar og er búinn að semja við Rosenborg í Noregi.

Efnilegastur: Kristall Máni Ingason (Víkingur)
Uppgangur Kristals Mána Ingasonar hefur verið frábær og þessi tvítugi leikmaður skemmti áhorfendum Bestu deildarinnar með fótboltahæfileikum sínum áður en hann var seldur út til norska félagsins Rosenborg.

Þjálfari ársins: Óskar Hrafn Þorvaldsson (Breiðablik)
Eftir vonbrigðin á lokaspretti síðasta tímabils var Breiðablik í verkefni sem heppnaðist algjörlega eftir uppskrift á þessu tímabili. Óskar Hrafn Þorvaldsson er þjálfari ársins 2022 en Blikar voru bestir og efstir frá upphafi Bestu deildarinnar og verðskuldaðir Íslandsmeistarar.

Dómari ársins: Jóhann Ingi Jónsson
Fótbolti.net velur Jóhann Inga Jónsson sem dómara ársins í Bestu deild karla en hann hefur að mati sérfræðinga síðunnar verið sá besti annað árið í röð.

Úrvalslið ársins 2022
Breiðablik á fimm fulltrúa í liði ársins, KA þrjá, Víkingur tvo og Fram einn.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner