Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 29. desember 2020 20:13
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Elísabet er þjálfari ársins
Elísabet Gunnarsdóttir.
Elísabet Gunnarsdóttir.
Mynd: Fotball Gala
Elísabet Gunnarsdóttir er þjálfari ársins en það eru Samtök íþróttafréttamanna sem kusu um verðlaunin.

Þetta er í fyrsta sinn sem kona er valin þjálfari ársins hér á Íslandi, en þetta er í níunda sinn sem verðlaunin eru veitt.

Elísabet hefur þjálfað Kristianstad í Svíþjóð frá 2009 en í ár náði liðið sínum besta árangri í sögunni. Kristianstad hafnaði í þriðja sæti og mun spila í Meistaradeildinni á næstu leiktíð.

Arnar Þór Viðarsson, nýráðinn A-landsliðsþjálfari karla, hafnaði í öðru sæti og Heimir Guðjónsson, þjálfari Íslandsmeistara Vals, var í þriðja sæti.

Í kjöri á þjálfara ársins gerðist það, að tveir aðilar voru með jafnmörg stig í baráttunni um þriðja sæti en sá hafði betur sem var oftar settur númer eitt á lista, samkvæmt reglum kjörsins.

Þjálfari ársins
1. Elísabet Gunnarsdóttir, fótbolti – 133
2. Arnar Þór Viðarsson, fótbolti – 55
3. Heimir Guðjónsson, fótbolti – 23
Athugasemdir
banner
banner
banner