Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   þri 29. desember 2020 20:32
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Konur unnu öll verðlaunin - „Þetta er kvennaárið"
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það var tilkynnt um íþróttamann ársins, þjálfara ársins og lið ársins í íslenskum íþróttum í kvöld. Það var skrifaður nýr kafli í sögu kjörsins.

Þrjátíu félagar eru í Samtökum íþróttafréttamanna þetta árið og tóku þeir allir þátt í kjörinu. Átta þeirra vinna fyrir Sýn, sjö þeirra hjá RÚV, fimm hjá Morgunblaðinu, þrír hjá Fotbolta.net, tveir hjá Fréttablaðinu, einn hjá 433.is, einn hjá Handbolta.is, einn hjá Viaplay, einn hjá Símanum og einn hjá Kylfingi.is.

Svo fór að Sara Björk Gunnarsdóttir, landsliðsfyrirliði kvenna, var kjörin íþróttamaður ársins með fullt hús stiga. Elísabet Gunnarsdóttir var kjörin þjálfari ársins og kvennalandsliðið í fótbolta var valið lið ársins.

Þetta er í fyrsta sinn í sögunni þar sem konur hreppa öll þrjú verðlaunin, en Vísir tók það saman fyrr í dag að möguleiki væri á að það myndi gerast. Það gerðist svo.

„Þetta er kvennaárið, það er greinilegt," sagði Sara Björk þegar hún tók við verðlaunum sínum.
Athugasemdir
banner
banner
banner