Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta var útnefnt sem lið ársins rétt í þessu en meðlimir í samtökum íþróttafréttamanna kusu.
Kvennalandsliðið náði mjög flottum árangri á árinu og er leið á sitt fjórða Evrópumót árið 2022.
Ísland þurfti ekki á neinu umspili að halda en liðið fer beint á mótið sem eitt af þeim liðum með bestan árangur í öðru sæti í riðlakeppninni.
Landsliðið er gríðarlega vel að þessu komið, en Jón Þór Hauksson þjálfaði liðið.
U21 landslið karla hafnaði í öðru sæti í kosningunni og kvennalið Breiðabliks, sem varð Íslandsmeistari, hafnaði í þriðja sæti.
Lið ársins
1. Kvennalandslið Íslands í fótbolta – 148
2. 21 árs landslið Íslands í fótbolta – 84
3. Kvennalið Breiðabliks í fótbolta – 14
Athugasemdir