Eiginkona króatíska sóknarmannsins Ivan Klasnic hjá Bolton hefur opinberað það að hún sé að skilja við mann sinn. Hún fann föt af öðrum konum um alla íbúð hans í Manchester.
Patricia Klasnic mætti til Englands áður en að láta vita á undan sér og við henni blasti ófögur sjón.
„Um alla íbúðina voru myndir af konum, föt sem tilheyra mér ekki og leifar af snyrtivörum," segir Patricia sem hefur búið í Þýskalandi.
„Ég var blind að sjá þetta ekki, ég neitaði að trúa þessu. Það voru ýmsar sögur um framhjáhald í gangi en Ivan lofaði mér að það væri ekkert til í þeim."