Liverpool reynir aftur við Zubimendi - Isak til Arsenal - Wirtz á óskalista Bayern
   þri 30. júní 2015 17:30
Elvar Geir Magnússon
Líklegast að Hólmbert fari í KR
Mynd: Fótbolti.net - Elvar Geir Magnússon
Samkvæmt heimildum Fótbolta.net stefnir allt í að Hólmbert Aron Friðjónsson gangi í raðir KR þegar félagaskiptaglugginn opnar.

Mikill áhugi er á Hólmberti sem 433.is segir að Stjarnan, Valur og Breiðablik hafi einnig fundað með Hólmberti.

Samkvæmt heimildum Fótbolta.net gekk fundur hans með KR afar vel og hann ætlar að ganga í raðir félagsins.

Hólmbert var valinn efnilegasti leikmaður Pepsi-deildarinnar 2013 þegar hann fór á kostum með Fram, hann skoraði 10 mörk í 21 leik í Pepsi-deildinni, en í kjölfarið fór hann til Celtic í Skotlandi.

Hólmberti tókst ekki að brjóta sér leið inn í aðallið Celtic og var lánaður til Bröndby í fyrra.

Hann er fæddur 1993 og er uppalinn hjá HK í Kópavogi.

Fótbolti.net náði hvorki í Hólmbert né forráðamenn KR í dag en leikmaðurinn var meðal áhorfenda þegar KR vann Leikni í Pepsi-deildinni á sunnudag.
Athugasemdir
banner
banner
banner