Ian Jeffs er hættur sem þjálfari kvennaliðs ÍBV en þetta staðfesti hann í samtali við Fótbolta.net í kvöld.
Samningur Jeffs er að enda og hann ætlar ekki að framlengja hann.
Samningur Jeffs er að enda og hann ætlar ekki að framlengja hann.
Jeffs hefur þjálfað ÍBV undanfarin fjögur tímabil en í ár endaði liðið í 5. sæti í Pepsi-deildinni.
Í fyrra varð ÍBV bikarmeistari undir stjórn Jeffs en liðið fór einnig í bikarúrslit árið 2016.
Í íslenskum slúðurpakka á Fótbolta.net í dag var Ian Jeffs nefndur til sögunnar sem mögulegur arftaki Kristjáns Guðmundssonar ef hann hættir sem þjálfari karlaliðs félagsins.
Jeffs spilaði sjálfur á miðjunni hjá ÍBV í áraraðir en síðasti leikur hans með liðinu var árið 2016.
Athugasemdir