fim 19. desember 2024 07:00
Brynjar Ingi Erluson
Ibrahim og Abdul framlengja við Sindra
Mynd: Sindri
Ibrahim Sorie Barrie og Abdul Bangura spila áfram með Sindra á næstu leiktíð en félagið greinir frá þessu á heimasvæði sínu á Facebook.

Abdul kom til Sindra frá Víkingi Ó fyrir fimm árum og verið þeirra helsta opna fram á við.

Hann hefur skorað 59 mörk í deild- og bikar en hann var einmitt markahæsti maður liðsins með 15 mörk í 3. deildinni síðasta sumar er Sindri hafnaði í 10. sæti.

Ibrahim gekk í raðir Sindra árið 2021 en hann, eins og Abdul, hafði spilað með Víkingi Ó. árið 2019.

Hann á 112 leiki og 15 mörk að baki með Sindra, en báðir hafa nú skrifað undir eins árs samning með möguleika á eins árs framlengingu.
Athugasemdir
banner
banner