![]() |
Jón Daði skoraði fyrsta mark Íslands í frábærum 3-0 sigri og átti í heildina mjög góðan leik.
,,Þetta er bara æðislegt. Þetta er framar vonum ef ég á að segja eins og er og frábært að byrja í dag með svona sterkum sigri," sagði Jón Daði hress eftir leik.
Jón Daði segir að það hafi ekki komið sér á óvart að hafa verið í byrjunarliðinu.
,,Nei, svosum ekki. Mér finnst ég persónulega hafa spilað vel og það kemur heldur ekki á óvart ef einhver annar hefði byrjað í staðinn, þetta er það sterkt lið."
,,Þetta er minn fyrsti keppnisleikur fyrir landsliðið og að skora í sínum fyrsta keppnisleik er engum orðum lýst."
Athugasemdir