Rashford gæti farið frá Man Utd í janúar - Davies hefur áhuga á að fara til Liverpool - Fer Kobel til Chelsea?
   lau 05. október 2024 10:31
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Byrjunarlið Palace og Liverpool: Fjórar breytingar hjá Slot
Gakpo byrjar.
Gakpo byrjar.
Mynd: Getty Images
Fyrsti leikur Chalobah.
Fyrsti leikur Chalobah.
Mynd: Crystal Palace
Klukkan 11:30 hefst viðureign Crystal Palace og Liverpool í ensku úrvalsdeildinni. Um fyrsta leikinn í 7. umferð deildarinnar er að ræða og verður spilað á Selhurst Park.

Liverpool vann Bologna í miðri viku og hefur unnið átta af níu fyrstu leikjum sínum undir stjórn Arne Slot. Crystal Palace á hins vegar enn eftir að vinna deildarleik á þessu tímabili.

Oliver Glasner, stjóri Palace, gerir tvær breytingar frá jafnteflinu um síðustu helgi. Trevoh Chalobah spilar sinn fyrsta leik fyrir Palace og Ismaila Sarr er í byrjunarliðinu í fyrsta sinn á tímabilinu. Daichi Kamada og Jean-Philippe Mateta taka sér sæti á bekknum.

Palace: Henderson, Muuoz, Lacroix, Guehi, Chalobah, Mitchell, Lerma, Wharton, Sarr, Eze, Nketiah.
(Varamenn: Turner, Ward, Clyne, Kporha, Hughes, Schlupp, Kamada, Umeh, Mateta.)

Arne Slot, stjóri Liverpool, gerir fjórða breytingar frá sigrinum gegn Bologna. Diogo Jota kemur inn fyrir Darwin Nunez, Curtis Jones kemur inn fyrir Dominik Szoboszlai og Cody Gakpo kemur inn fyrir Luis Díaz. Fjórða breytingin er svo sú að Kostas Tsimikas kemur inn fyrir Andy Robertson. Það vekur athygli að Caoimhin Kelleher er ekki í leikmannahópnum og ekki heldur Federico Chiesa.

Liverpool: Alisson, Tsimikas, Van Dijk, Konate, Alexander-Arnold, Mac Allister, Gravenberch, Jones, Gakpo, Salah, Jota.
(Varamenn: Jaros, Gomez, Endo, Diaz, Szoboszlai, Nunez, Robertson, Quansah, Bradley)
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Liverpool 15 11 3 1 31 13 +18 36
2 Chelsea 16 10 4 2 37 19 +18 34
3 Arsenal 16 8 6 2 29 15 +14 30
4 Nott. Forest 16 8 4 4 21 19 +2 28
5 Aston Villa 17 8 4 5 25 25 0 28
6 Man City 17 8 3 6 28 24 +4 27
7 Bournemouth 16 7 4 5 24 21 +3 25
8 Fulham 16 6 6 4 24 22 +2 24
9 Brighton 16 6 6 4 26 25 +1 24
10 Tottenham 16 7 2 7 36 19 +17 23
11 Brentford 16 7 2 7 32 30 +2 23
12 Newcastle 16 6 5 5 23 21 +2 23
13 Man Utd 16 6 4 6 21 19 +2 22
14 West Ham 16 5 4 7 21 29 -8 19
15 Crystal Palace 16 3 7 6 17 21 -4 16
16 Everton 15 3 6 6 14 21 -7 15
17 Leicester 16 3 5 8 21 34 -13 14
18 Ipswich Town 16 2 6 8 16 28 -12 12
19 Wolves 16 2 3 11 24 40 -16 9
20 Southampton 16 1 2 13 11 36 -25 5
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner