Rashford gæti farið frá Man Utd í janúar - Davies hefur áhuga á að fara til Liverpool - Fer Kobel til Chelsea?
   mán 07. október 2024 12:00
Elvar Geir Magnússon
Bergrós besti dómarinn í Bestu deild kvenna
Bergrós Lilja Unudóttir.
Bergrós Lilja Unudóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Bergrós Lilja Unudóttir var kosin besti dómari Bestu deildar kvenna, en það eru leikmenn deildarinnar sem kjósa.

Bergrós dæmdi fyrsta leik sinn í efstu deild fyrir ári síðan, en hún er aðeins 26 ára og á framtíðina fyrir sér.

Bergrós er fyrrum leikmaður en hún spilaði með Þrótti í efstu deild.

Þorvaldur Örlygsson, formaður KSÍ, afhenti henni viðurkenningu nýlega.


Athugasemdir
banner
banner
banner