Real gæti gert janúartilboð í Trent - O'Neil verður ekki rekinn - Liverpool vill Eze
banner
   mán 07. október 2024 11:30
Ívan Guðjón Baldursson
Emery: Ekki bestu úrslitin en ekki þau verstu
Það var allt jafnt eftir 90 mínútur á Villa Park.
Það var allt jafnt eftir 90 mínútur á Villa Park.
Mynd: EPA
Unai Emery þjálfari Aston Villa svaraði spurningum eftir markalaust jafntefli á heimavelli gegn Manchester United í gær.

Það var lítið um færi í jöfnum leik þar sem Emery viðurkennir að jafntefli hafi verið sanngjörn niðurstaða.

„Þetta eru ekki bestu úrslitin en ekki þau verstu. Þetta eru líklega sanngjörn úrslit fyrir alla aðila miðað við hvernig leikurinn spilaðist," sagði Emery að leikslokum.

„Undir lokin fengum við tvö góð færi til að skora og það var okkar tækifæri til að sigra, en yfir 90 mínútur þá var eins og okkur vantaði orku. Ég er ánægður því þetta gat farið verr."

Aston Villa er í fimmta sæti í ensku úrvalsdeildinni með 14 stig eftir 7 fyrstu umferðirnar - fjórum stigum á eftir toppliði Liverpool.
Athugasemdir
banner
banner