Rashford gæti farið frá Man Utd í janúar - Davies hefur áhuga á að fara til Liverpool - Fer Kobel til Chelsea?
   þri 08. október 2024 22:00
Ívan Guðjón Baldursson
Liverpool skoðar Adeyemi og Marmoush sem arftaka fyrir Salah
Marmoush hefur verið funheitur á upphafi tímabils. Hann skoraði 17 og gaf 6 stoðsendingar í 40 leikjum á sínu fyrsta tímabili í Frankfurt.
Marmoush hefur verið funheitur á upphafi tímabils. Hann skoraði 17 og gaf 6 stoðsendingar í 40 leikjum á sínu fyrsta tímabili í Frankfurt.
Mynd: EPA
Liverpool horfir til þýska boltans í leit að arftaka fyrir Mohamed Salah sem verður samningslaus eftir tímabilið.

Búist er við því að Salah skipti yfir til Sádi-Arabíu þar sem hans bíður risastórt samningstilboð.

Liverpool er að skoða Karim Adeyemi, kantmann Borussia Dortmund, sem mögulegan arftaka fyrir Salah ásamt Omar Marmoush, samlanda Salah og samherja í egypska landsliðinu.

Adeyemi og Marmoush hafa báðir farið gríðarlega vel af stað á þessu tímabili, þar sem Adeyemi er kominn með 5 mörk og 5 stoðsendingar í 8 leikjum en tölurnar hjá Marmoush eru enn betri.

Egyptinn er kominn með 9 mörk og 6 stoðsendingar í 9 leikjum á upphafi tímabils.
Athugasemdir
banner
banner
banner