Rashford gæti farið frá Man Utd í janúar - Davies hefur áhuga á að fara til Liverpool - Fer Kobel til Chelsea?
   þri 08. október 2024 19:00
Ívan Guðjón Baldursson
Palhinha og Zaragoza sáttir þrátt fyrir lítinn spiltíma með Bayern
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Portúgalski miðjumaðurinn Joao Palhinha var keyptur til FC Bayern í sumar eftir að þýska stórveldinu mistókst að kaupa hann í fyrrasumar.

Palhinha hefur þrátt fyrir það aðeins spilað 150 mínútur undir stjórn Vincent Kompany en er ennþá vongóður um að takast að skína með liðinu.

„Tíminn minn mun koma, þess vegna legg ég mikla vinnu á mig á hverjum degi. Ég er að berjast fyrir tækifærinu mínu. Ég hef engan áhuga á því að tala um hvort ég sé að missa þolinmæðina," sagði hann meðal annars í viðtali við þýska miðilinn BILD.

Þá var spænski kantmaðurinn Bryan Zaragoza spurður hvort hann sæi eftir félagaskiptum sínum til Bayern eftir að hann var keyptur til félagsins fyrir tæpu ári síðan.

Zaragoza hefur mistekist að festa sig í sessi í liði Bayern og leikur nú á láni hjá Osasuna.

„Ég sé alls ekki eftir félagaskiptunum til Bayern. Fyrir tveimur árum var ég að spila í 2. deild og svo var ég keyptur til FC Bayern. Það er ótrúlegt, þetta er félag sem allir atvinnumenn vilja spila fyrir," sagði Zaragoza, sem er kominn með eitt mark og þrjár stoðsendingar í 9 deildarleikjum það sem af er tímabils, í viðtali við Jugada Granada.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner