Liverpool hefur sett sig í samband við fólk sem er nátengt Alexander Isak - Úlfarnir horfa til Jota
   sun 09. október 2022 10:20
Ívan Guðjón Baldursson
U15 kvenna: Stelpurnar enda á sigri gegn Litháen
Mynd: Heimavöllurinn

Íslenska U15 ára kvennalandsliðið tók þátt í einu af svokölluðum 'þróunarmótum' UEFA og lauk keppni í dag.


Ísland mætti Litháen í lokaumferðinni eftir stórsigur gegn Tyrkjum í fyrstu umferð og svo tap gegn heimastelpunum í Póllandi.

Ísland sýndi yfirburði gegn Litháum og tók forystuna á tólftu mínútu þegar fyrirliðinn Alma Rós Magnúsdóttir skoraði með góðu skoti úr teignum.

Ísabel Rós Ragnarsdóttir tvöfaldaði svo forystuna þegar hún fylgdi sláarskoti eftir með marki á 39. mínútu og var staðan 2-0 fyrir Ísland í leikhlé.

Hvorugu liði tókst að setja boltann í netið í síðari hálfleik og niðurstaðan flottur sigur Íslands sem lýkur keppni með sex stig úr þremur leikjum.

Ísland U15 2 - 0 Litháen U15
1-0 Alma Rós Magnúsdóttir ('12)
2-0 Ísabel Rós Ragnarsdóttir ('39)


Athugasemdir
banner
banner
banner