Slúðurpakki dagsins er í boði Powerade og það er BBC sem tekur saman það helsta. Molar um Antoine Semenyo, Kevin de Bruyne og Trent Alexander-Arnold eru í pakkanum.
Antoine Semenyo (24) sóknarmaður Bournemouth er á lista hjá Liverpool, Newcastle og Tottenham eftir öfluga byrun á tímabilinu. (Give Me Sport)
Al-Nassr hefur trú á því að geta landað Kevin de Bruyne (33) þegar samningur hans við Man City rennur út í lok lektíðar. (Team Talk)
Trent Alexander-Arnold (26) gæti látið samning sinn við Liverpool renna út svo hann geti gengið í raðir Real Madrid á frjálsri sölu. (Sun)
Karim Adeyemi (22) og Omar Marmoush (25) eru á lista Liverpool yfir leikmenn sem geta tekið við af Mo Salah. (Sky í Þýskalandi).
Vonir Man Utd um að krækja í Kólumbíumanninn Richard Rios (24) miðjumann Palmeiras hafa aukist því brasilíska félagið er að íhuga að selja hann á 20 milljónir evra í janúar. (Caught Offside)
Arsenal og Man Utd fylgjast með Sam Tickle (22) markverði Wigan. (Team Talk)
Stjórn Southampton ætlar að funda um framtíð stjórans Russell Martin. (Football Insider)
Randal Kolo Muani (25) gæti farið frá PSG í janúar en franska félagið vill 70 milljónir evra fyrir hann. (AS)
Florian Wirtz (21) er opinn fyrir því að fara til Bayern Munchen frá Leverkusen næsta sumar. (Sky í Þýskalandi)
Newcastle heldur áfram að fylgjast með Jonathan David (24) framherja Lille. (Football Insider)
Hugo Viana, yfirmaður fótboltamála hjá Sporting, er efstur á lista Man City til að taka við af Txiki Begiristain. (Romano)
Man City er með Martin Zubimendi á lista yfir leikmenn sem geta hjálpað í fjarveru Rodri. (Mirror)
Athugasemdir