Man Utd vill bakvörð Barcelona - Newcastle reynir við kantmann Malaga - Man Utd og Chelsea hafa áhuga á Delap
   fös 10. febrúar 2023 18:20
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Jesús Yendis til Venesúela (Staðfest)
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Jesús Yendis er farinn frá fram og genginn til liðs við CD Hermanos Colmenarez í heimalandi sínu, Venesúela. Fótbolti.net greindi frá því í janúar að hann væri á heimleið.

Liðið er búið að spila einn leik sem tapaðist.


Vinstri bakvörðurinn gekk í raðir Fram síðasta vetur og skrifaði þá undir tveggja ára samning. Már Ægisson stimplaði sig inn í lið Fram og lék flesta leikina í vinstri bakverðinum og því voru mínútur Jesús Yendis takmarkaðar.

Jesús Yendis er 24 ára gamall og byrjaði sjö leiki í Bestu deildinni og kom sjö sinnum inn á sem varamaður. Átta sinnum var hann utan leikmannahóps á leikdegi, einu sinni tók hann út leikbann og fjórum sinnum var hann ónotaður varamaður.


Athugasemdir
banner
banner
banner