Saliba til Real, Costa til City, Chilwell til Man Utd, Ramsey eftirsóttur og Van Dijk fær nýjan samning
   fim 10. október 2024 07:30
Ívan Guðjón Baldursson
Collins: Viljum laga þessa stöðu sem er komin upp
Mynd: Getty Images
Mynd: EPA
Nathan Collins mun bera fyrirliðabandið þegar írska landsliðið heimsækir Finnland í Þjóðadeildinni í kvöld.

Varnarmaðurinn öflugi er fyrirliði í fjarveru Séamus Coleman og svaraði hann spurningum á fréttamannafundi í gær, þar sem hann sat við hlið Heimis Hallgrímssonar landsliðsþjálfara.

Írar töpuðu fyrstu tveimur leikjum sínum undir stjórn Heimis á heimavelli, 0-2 gegn Englandi og 0-2 gegn Grikklandi.

„Við viljum laga þessa stöðu sem er komin upp, þetta er mjög pirrandi ástand. Við vitum að við erum með góðan leikmannahóp og margir leikmenn hjá okkur eru að gera frábæra hluti fyrir félagsliðin sín en ná ekki að smella saman með landsliðinu," sagði Collins.

„Okkur líður betur í þessu landsleikjahléi heldur en í því síðasta. Allt lítur betur út, öll samtölin hafa verið betri og æfingarnar gengið betur. Okkur hlakkar mikið til að spila þennan leik."

Írar eru í 62. sæti á heimslista FIFA eftir að hafa aðeins sigrað 6 af síðustu 31 keppnisleikjum sínum og komu tveir sigranna gegn smáríkinu Gíbraltar.

„Það er draumur okkar allra að spila fyrir Írland og við viljum sigra alla leiki sem við mætum í."

Auk Coleman verður Will Smallbone ekki með Írum í landsleikjahlénu vegna meiðsla og þá voru Matt Doherty og Callum Robinson, leikmenn Wolves og Cardiff, skildir eftir heima.
Athugasemdir
banner
banner
banner