Rashford gæti farið frá Man Utd í janúar - Davies hefur áhuga á að fara til Liverpool - Fer Kobel til Chelsea?
banner
   fim 10. október 2024 13:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Southgate: Sný ekki til baka á næsta árinu
Gareth Southgate.
Gareth Southgate.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Gareth Southgate, fyrrum landsliðsþjálfari Englands, segist ekki ætla að snúa til baka í þjálfun á næsta árinu.

Southgate ákvað að hætta með enska landsliðið eftir átta ára starf síðasta sumar sumar. Liðið fór í úrslitaleik EM en tapaði þar gegn Spánverjum.

Southgate hefur verið frekar mikið orðaður við Manchester United en hann mun ekki taka við ef Ten Hag verður rekinn á næstunni.

„Ég mun ekki þjálfa næsta árið, ég er viss um það," sagði Southgate.

„Ég þarf að gefa mér tíma til að taka góðar ákvarðanir. Ég er heppinn að mér er að bjóðast mörg tækifæri."
Athugasemdir
banner
banner
banner