Guehi vill fara til Liverpool - Real Madrid ætlar að fá Saliba - Kolo Muani til Newcastle?
Eyþór Wöhler: Ég ætla bara að þegja
Óskar Hrafn: Við gerðum bara ekki nóg til að verðskula eitthvað
Árni Guðna: Ætlum að halda Bestu deildar standard
Fréttamannafundur Arnars í heild
Fór aðra leið en félagarnir - Tilbúinn í hörkuna á Skaganum
Þorri Mar: Það birtir alltaf til og núna skín Stjarnan
Steini: Sýndi að þær voru hræddar við að við myndum nálgast markið
Karólína eftir naumt tap: Þær voru orðnar drullu pirraðar
Ingibjörg: Héldum áfram að reyna og ég er stolt af því
„Henda sér niður við allt og væla yfir öllu“
Sölvi: Víkingstreyjan fer honum einstaklega vel
Kári: Hann vildi meina að nú væri kominn tími á að reyna þetta aftur
Gylfi um síðustu daga og skiptin umtöluðu - „Kári gefst greinilega ekki upp"
Cecilía: Frakkar hafa góða einstaklinga en ekki eins gott lið og Ísland
Hlín: Hellings pláss á móti þeim og okkar að nýta það
Steini: Þær fara mikið í 1 á 1 og reyna að plata
Emilía Kiær: Heimsklassa lið með heimsklassa leikmönnum
Katla Tryggva: Held ég sé með ágætis tök á dómurunum
Karólína Lea: Kom mér á óvart hvað hún er tæknilega góð
Glódís: Við erum ekki sáttar að fara héðan með eitt stig
   fim 13. október 2022 11:30
Elvar Geir Magnússon
Davíð Smári: Hógværð kannski ekki ein af hans sterku hliðum
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Davíð Smári Lamude var í morgun kynntur sem nýr þjálfari Vestra í Lengjudeildinni.

„Ég er spenntur fyrir þessu og hlakka til að byrja að vinna í leikmannahópnum og koma þessu af stað," segir Davíð. Hann segir að aðdragandinn hafi ekki verið langur.

„Þegar ljóst var að þetta væri möguleiki þá var bara keyrt á þetta," segir Davíð sem segir að það hafi verið gríðarlega erfið ákvörðun að skilja við verkefnið hjá Kórdrengjum.

„Það er ótrúlega erfitt að skilja við þetta, maður hefur verið í mörgum stöðugildum þar. Ég hef fulla trú á Kórdrengjum, það verða augljóslega breytingar en vonandi halda þeir áfram með það einkenni sem við höfum náð að skapa þar."

„Vestri er með sterkan leikmannahóp en við þurfum að vinna aðeins í liðsheildinni. Stærsta áskorunin verður að finna stöðugleika. Það verða engar stórar yfirlýsingar frá mér. Sammi (Samúel Samúelsson) hefur mörg góð einkenni en hógværð er kannski ekki ein af hans sterku hliðum. Það hefur kannski ekki verið þannig hjá mér heldur. Verkefnið hjá Vestra er vissulega stórt og við þurfum að byrja á byrjuninni, ná góðri byrjun á mótinu og sjá hverju það skilar okkur."

„Mér fannst sú ákvörðun að flytja á Ísafjörð tiltölulega auðveld. Töluvert auðveldari en sú ákvörðun að fara frá Kórdrengjum. Þetta er fínn staður fyrir mig. Ég væri helst til í að flytja strax á morgun og byrja að vinna í leikmannahópnum,"

Í viðtalinu, sem er í heild í sjónvarpinu hér að ofan, ræðir Davíð nánar um þetta nýja verkefni sitt, breytingar á fyrirkomulagi Lengjudeildarinnar, aðstöðuleysi og fleira.
Athugasemdir
banner
banner