
Davíð Smári Lamude var í morgun kynntur sem nýr þjálfari Vestra í Lengjudeildinni.
„Ég er spenntur fyrir þessu og hlakka til að byrja að vinna í leikmannahópnum og koma þessu af stað," segir Davíð. Hann segir að aðdragandinn hafi ekki verið langur.
„Ég er spenntur fyrir þessu og hlakka til að byrja að vinna í leikmannahópnum og koma þessu af stað," segir Davíð. Hann segir að aðdragandinn hafi ekki verið langur.
„Þegar ljóst var að þetta væri möguleiki þá var bara keyrt á þetta," segir Davíð sem segir að það hafi verið gríðarlega erfið ákvörðun að skilja við verkefnið hjá Kórdrengjum.
„Það er ótrúlega erfitt að skilja við þetta, maður hefur verið í mörgum stöðugildum þar. Ég hef fulla trú á Kórdrengjum, það verða augljóslega breytingar en vonandi halda þeir áfram með það einkenni sem við höfum náð að skapa þar."
„Vestri er með sterkan leikmannahóp en við þurfum að vinna aðeins í liðsheildinni. Stærsta áskorunin verður að finna stöðugleika. Það verða engar stórar yfirlýsingar frá mér. Sammi (Samúel Samúelsson) hefur mörg góð einkenni en hógværð er kannski ekki ein af hans sterku hliðum. Það hefur kannski ekki verið þannig hjá mér heldur. Verkefnið hjá Vestra er vissulega stórt og við þurfum að byrja á byrjuninni, ná góðri byrjun á mótinu og sjá hverju það skilar okkur."
„Mér fannst sú ákvörðun að flytja á Ísafjörð tiltölulega auðveld. Töluvert auðveldari en sú ákvörðun að fara frá Kórdrengjum. Þetta er fínn staður fyrir mig. Ég væri helst til í að flytja strax á morgun og byrja að vinna í leikmannahópnum,"
Í viðtalinu, sem er í heild í sjónvarpinu hér að ofan, ræðir Davíð nánar um þetta nýja verkefni sitt, breytingar á fyrirkomulagi Lengjudeildarinnar, aðstöðuleysi og fleira.
Athugasemdir