Bikarmeistarinn Nadía Atladóttir spáir í komandi umferð Bestu deildarinnar. Nadía var maður leiksins þegar Víkingur vann sögulegan sigur á Breiðabliki í úrslitaleik Mjólkurbikarnum á föstudag.
Diljá Ýr Zomers spáði síðast í leiki umferðarinnar og var hún með þrjá leiki rétta, þar af einn hárréttan.
Svona spáir Nadía leikjunum:
Diljá Ýr Zomers spáði síðast í leiki umferðarinnar og var hún með þrjá leiki rétta, þar af einn hárréttan.
Svona spáir Nadía leikjunum:
Selfoss 0 - 2 FH (þriðjudagur 18:00)
FH tekur þennan leik 0-2, ekki búnar að vera sannfærandi síðustu leiki en rífa sig í gang og vinna botnliðið Selfoss.
ÍBV 3 - 1 Keflavik (þriðjudagur 18:00)
ÍBV tekur þennan leik, Keflavík ekki búnar að vinna síðan í júni og halda því, því miður áfram. Þetta er leikurinn hennar Kristínar Ernu og hún setur tvö. 3-1
ÞÓR/KA 1 - 0 Valur (þriðjudagur 19:15)
Þór/ka á heimavelli er alltaf Þór/Ka á heimavelli þær taka þennan leik 1-0.
Þróttur 3 - 0 Tindastóll (þriðjudagur 19:15)
Nýtt gervigras í Laugardalnum og Þróttur vinnur sannfærandi sigur á nýjum velli 3-0.
Stjarnan 2 - 0 Breiðablik (miðvikudagur 18:00)
Úúúú þetta er leikur!! Stjarnan eru súrar að hafa ekki komist í úrslit í Mjólkurbikarnum og mæta brjálaðar í þennan leik og taka þetta 2-0, Breiðablik eru ennþá brotnar eftir bikarleikinn og ná sér ekki á strik.
Fyrri spámenn:
Sigdís Eva Bárðardóttir (4 réttir)
Perry Maclachlan (4 réttir)
Diljá Ýr Zomers (3 réttir)
Aníta Lísa Svansdóttir (3 réttir)
Selma Dögg Björgvinsdóttir (3 réttir)
Magnús Haukur Harðarson (2 réttir)
Guðmunda Brynja Óladóttir (2 réttir)
Kristín Dís Árnadóttir (2 réttir)
Sandra Sigurðardóttir (2 réttir)
Sigríður Lára Garðarsdóttir (1 réttur)
Óskar Smári Haraldsson (1 réttur)
Hrafnkell Freyr Ágústsson (1 réttur)
Stöðutaflan
L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 |
Athugasemdir