Liverpool hefur áhuga á Gomes - Yamal fær nýjan samning - Sean Dyche íhugar markvarðarbreytingu
   fös 16. ágúst 2024 13:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Svona eru líkleg byrjunarlið fyrir bikarúrslitaleikinn
Byrjar Berglind Björg gegn sínum gömlu félögum.
Byrjar Berglind Björg gegn sínum gömlu félögum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Samantha Smith gekk í raðir Breiðabliks á dögunum.
Samantha Smith gekk í raðir Breiðabliks á dögunum.
Mynd: Breiðablik
Agla María Albertsdóttir er að glíma við meiðsli.
Agla María Albertsdóttir er að glíma við meiðsli.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Blikar þurfa að hafa góðar gætur á Jasmín.
Blikar þurfa að hafa góðar gætur á Jasmín.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Úr síðasta leik Breiðabliks og Vals.
Úr síðasta leik Breiðabliks og Vals.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það er sannkallaður stórleikur í kvöld þegar Breiðablik og Valur mætast í úrslitum Mjólkurbikars kvenna. Flautað verður til leiks á Laugardalsvelli klukkan 19:15.

Þessi lið hafa mæst tvisvar sinnum nú þegar í sumar og hafa þau skipt með sér sigrunum; Breiðablik vann fyrri leikinn 2-1 og Valur vann 1-0 sigur á Hlíðarenda um daginn. Það er því von á hörkuleik í kvöld en það munar einu stigi á þessum liðum í Bestu deild kvenna.

Breiðablik vann 4-2 sigur á Þór/KA en við spáum því að Nik Chamberlain, þjálfari Blika, muni stilla upp sama byrjunarliði í kvöld og í þeim leik.

Ásta Eir Árnadóttir er tæp og var ekki með gegn Þór/KA og Agla María Albertsdóttir er fjarri góðu gamni vegna meiðsla. Breiðabliki fékk Samönthu Smith á láni frá FHL á gluggadeginum en við spáum því að hún muni byrja á bekknum á eftir.



Sigur Vals á Blikum var sannfærandi þó leikurinn hafi endað 1-0. Við spáum því að Pétur Pétursson, þjálfari Vals, geri eina breytingu frá þeim leik; að Berglind Björg Þorvaldsdóttir fái að byrja gegn sínum gömlu félögum.

„Þetta eru svona smá blendnar tilfinningar. Þetta er mitt uppeldisfélag en núna er ég Valsari. Það er geggjað að vinna þennan leik og vera á góðum stað á toppnum," sagði Berglind Björg eftir leikinn gegn Breiðabliki sem Valur vann 1-0.



Eins og áður segir, þá hefst leikurinn 19:15 og hvetjum við alla til að gera sér gott kvöld á Laugardalsvelli.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner