Gomes, Lookman og Kolo Muani orðaðir við Man Utd - Trossard fær launahækkun - Brownhill í ítalska boltann?
Spenntur fyrir næsta skrefi - „Einn besti markvarðarþjálfari sem þú finnur á Íslandi"
Heimspekingur, kennari og nú þjálfari - „Þetta eru tímamót"
Bannað að mæta á stjórnarfund og var ráðinn í kjölfarið - „Mjög stoltur að félagið sé til í að veðja á mig"
Sverrir Ingi: Ef við viljum fara alla leið þá þurfum við að vera með okkar bestu menn
Leikplanið breytist þegar Orri meiðist - „Vorum ekki búnir að undirbúa okkur“
Jói Berg: Hareide verið flottur og það er uppgangur
Pirrandi hvernig við köstuðum þessu frá okkur - „Getur ekki kastað sér á bakvið það"
Aron telur Hareide á réttri leið - „Væri klárlega til í að sjá Norðmanninn áfram“
Andri Lucas: Stundum er fótboltinn svona, hann er ekki alltaf fallegur
Gulli Victor: Ég mæti hingað og er fagmaður
Orri Steinn hrósar varamönnunum: Breyta leiknum
Jón Dagur: Hann getur verið erfiður stundum
Jói Berg: Við gerðum þetta oft áður fyrr
Hákon: Hlaut einhver af þeim að hafa verið rangstæður
Logi svekktur að missa af leiknum gegn Wales: Var spenntur
Gripið í eistun á Stefáni - „Skil þetta ekki"
Mikael Egill: Ég sá bara Orra fagna í smettið á þeim
Age hreinskilinn: Fótbolti er fyndin íþrótt
Ísak: Nýtti það að vera smá reiður
Guðlaugur Victor: Hefur verið smá erfitt fyrir mig persónulega
   fim 15. ágúst 2024 16:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Mæta með nýjan leikmann í úrslitaleikinn - „Ánægður að þetta gekk allt upp"
Nik Chamberlain, þjálfari Breiðabliks.
Nik Chamberlain, þjálfari Breiðabliks.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Samantha Smith, nýr leikmaður Breiðabliks.
Samantha Smith, nýr leikmaður Breiðabliks.
Mynd: Breiðablik
„Ég hlakka til. Það er mikil spenna í loftinu. Það eru nokkur ár síðan ég fór í bikarúrslitaleik og það er gaman að komast þangað aftur," segir Nik Chamberlain, þjálfari Breiðabliks, í samtali við Fótbolta.net.

Framundan á morgun er bikarúrslitaleikur Vals og Breiðabliks, tveggja bestu liða landsins.

Nik fór einu sinni í bikarúrslitaleik þegar hann var þjálfari Þróttar en þá töpuðu Þróttarar stórt gegn einmitt Breiðabliki.

„Þetta fór ekki eins og ég vildi síðast, en vonandi verður það öðruvísi núna. Stelpunum hlakkar til og spennan er að magnast."

Breiðablik bætti við sig nýjum leikmanni fyrir þennan leik en Samantha Smith er komin á láni frá FHL. Samantha skoraði 15 mörk í Lengjudeildinni í sumar.

„Ég fylgist vel með leikmönnum og vissi aðeins um hennar feril áður en hún kom til Íslands. Við vorum ekki að leita að sóknarmanni fyrir tímabilið. Kristín Dís kom fyrir stuttu og við skoðuðum möguleikana. Mér fannst við þurfa öðruvísi ógn. Hún kemur með reynslu þrátt fyrir að vera bara 24 ára; hún spilaði á háu stigi í háskóla í Bandaríkjunum. Ég er líka góður vinur Kalla (þjálfara FHL), við töluðum um þetta og hann var tilbúinn að leyfa henni að fara eftir að þær komust upp úr Lengjudeildinni."

„Hún hefur verið frábær fram á við, bæði skorað og lagt upp með FHL. Hún gefur okkur fjölbreytni í sóknarleiknum," segir Nik en Anna Nurmi yfirgaf Breiðablik og fór í FH. Hún mátti það eftir að Kristín Dís Árnadóttir kom til félagsins. Það bjó til pláss fyrir Samönthu.

„Eftir leikinn á laugardaginn (gegn Þór/KA) tókum við ákvarðanir. Ég er ánægður að þetta gekk allt upp," segir Nik.

Hann vonast til að Breiðablik sýni betri frammistöðu á föstudaginn en í síðasta leik gegn Val. „Ég veit að við munum spila betur og vonandi verður það því betri leikur líka fyrir áhorfendurna."

Hægt er að horfa á allt viðtalið í spilaranum hér fyrir ofan.
Athugasemdir
banner