Maguire gæti elt McTominay til Napoli - Kolo Muani horfir til Englands - Nkunku vill fara frá Chelsea
Frétti á Instagram að hann yrði ekki áfram í Kanada - „Eins og er, þá er það ekki planið"
Sjáðu mörkin úr leik Fram og KR
Valdimar Þór: Smá einbeitingarleysi sem er stórhættulegt í þessari keppni
Glímir við sama vandamál og Guardiola - „Hvenær endar lærdómurinn?"
Ari Sigurpáls: Heiður að þeir hafi áhuga
Sjáðu mörkin úr Bose mótinu um helgina - Eiður byrjaði vel hjá KR
Axel Óskar kominn heim: Núna spilar maður með hjartanu
Jökull: Upplifði einhverja ást hér sem ég hef ekki upplifað áður
Þórður Gunnar: Leist best á Aftureldingu
Oliver með fiðring: Báðir bræður mínir spiluðu hér
„Einu leikmennirnir sem við höfum farið í viðræður við“
Segir Breiðablik vera alltof spennandi - „Virkilega margir sem skildu mig"
Arnar Pálmi: Aldrei upplifað annað eins
Sá leikjahæsti framlengdi við Völsung - „Ákvað að hætta því leikriti núna"
Alli Jói: Eins stórt og það gerist fyrir Völsung
Elfar Árni: Ekki hægt að segja nei þegar hann sagði mér að drulla mér heim
Var með nokkur tilboð en fannst FH langmest spennandi
Hoppaði í sófanum þegar lausn fannst - „Atvinnumennska að koma í Breiðablik"
Aftur upp í Bestu deildina - „Í sjálfu sér seldur eftir þann fund"
Valgeir vonar að fólk skilji sig - „Hef heyrt sögur úr Kórnum"
   fim 15. ágúst 2024 16:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Í aðeins öðruvísi hlutverki - „Kæmi aldrei til greina að láta sig hverfa"
Elísa Viðarsdóttir með Íslandsmeistaraskjöldinn í fyrra.
Elísa Viðarsdóttir með Íslandsmeistaraskjöldinn í fyrra.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Elísa í leik með Val.
Elísa í leik með Val.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta er leikurinn sem við öll viljum vera í og taka þátt í. Þetta er að bresta á og við erum bara vel stemmdar," sagði Elísa Viðarsdóttir, leikmaður Íslandsmeistara Vals, í samtali við Fótbolta.net.

Framundan á morgun er bikarúrslitaleikur Vals og Breiðabliks, tveggja bestu liða landsins.

„Þetta eru tvö bestu lið landsins og þau tvö lið sem hafa dómínerað þetta undanfarin ár. Við gætum ekki beðið um betri andstæðing."

„Þetta eru alltaf hörkuleikir og við þekkjum hvor aðra í raun og veru út og inn. Þessir leikir ráðast oft á smáatriðum."

Elísa kom til baka fyrr í sumar eftir að hafa eignast sitt annað barn í mars síðastliðnum. Hún er mikil fyrirmynd en hún spilaði sinn fyrsta leik í endurkomunni í maí síðastliðnum og hefur komið við sögu í sex leikjum í sumar.

„Það hefur gengið vel og líkaminn er að nálgast gott form. Ég er að vinna í því alla daga að koma mér á völlinn og það gengur vel. Ég bíð eftir tækifærinu," segir Elísa.

„Mér hefur liðið vel þegar ég hef stigið inn á völlinn en við erum með hörkulið í Val og ég treysti þjálfarateyminu til að velja besta liðið hverju sinni. Ég er í aðeins öðruvísi hlutverki núna og reyni að sinna því vel en ég hlakka til að fá stærra hlutverk innan vallar."

Elísa, sem hefur verið lykilmaður í liði Vals síðustu árin, er með sterka rödd í klefanum. „Ég reyni að hjálpa stelpunum að verða betri og ýti aðeins á þær. Maður gefur ekkert eftir. Ég vona að reynslan og röddin hafi eitthvað vægi. Það kæmi aldrei til greina að láta sig hverfa. Ég vil bara hjálpa liðinu, í sama hvaða verkefni sem það er," segir hún.

Allt viðtalið má sjá í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner