Kvaratskhelia orðaður við Man Utd og Liverpool - Moyes fyrsti kostur Everton - Man Utd blandar sér í baráttuna um Mbeumo
   sun 19. júní 2022 18:27
Brynjar Ingi Erluson
Eiður Smári og Davíð Þór stýrðu æfingu FH í dag
Eiður Smári Guðjohnsen er að taka við FH
Eiður Smári Guðjohnsen er að taka við FH
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það styttist í að Eiður Smári Guðjohnsen verði kynntur sem nýr þjálfari FH en hann stýrði æfingu liðsins í dag.

Ólafi Jóhannessyni og Sigurbirni Hreiðarssyni aðstoðarmanni hans var sagt upp störfum strax eftir 2 - 2 jafntefli liðsins gegn Leikni í Bestu-deildinni á fimmtudag.

Eiður Smári tók við FH árið 2020 ásamt Loga Ólafssyni eftir að Ólafur Kristjánsson hætti með liðið og tókst liðið að ná 2. sæti deildarinnar undir stjórn þeirra.

Þessi fyrrum leikmaður Barcelona, Chelsea og íslenska landsliðsins sást á leikjum FH-inga í maí og þá sást til hans í Kaplakrika í gær.

Hann og Davíð Þór Viðarsson stýrðu svo æfingu liðsins í dag og styttist því að að félagið tilkynni ráðninguna. Samkvæmt heimildum Fótbolta.net er Eiður búinn að skrifa undir hjá félaginu og þá greinir Vísirfrá því að Sigurvin Ólafsson verði honum til aðstoðar en hann er aðstoðarþjálfari KR og aðalþjálfari KV í dag.

Eiður hefur verið án starfs síðan undir lok síðasta árs en hann var aðstoðarþjálfari íslenska karlalandsliðsins.

FH er í níunda sæti Bestu deildar karla með átta stig eftir níu leiki.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner