Man City komið með tilboð í Éderson - Man Utd vill selja Lindelöf og Eriksen - Chelsea með í baráttunni um Doué - Úrvalsdeildarfélög berjast um...
Hallgrímur Mar: Geggjuð ferð vestur - fórum á Bolafjallið
Haddi eftir átta gul spjöld á KA: Öll miðjan mín er í banni í næsta leik
Davíð Smári ósáttur við Helga Mikael: Hvað segi ég rangt ef ég segi nafn dómarans?
Maggi lét menn heyra það - „Þurfum að kafa mjög djúpt"
Heiður að vera með bandið - „Ætluðum að bæta upp fyrir drulluna"
Siggi Höskulds: Gerir mig mjög spenntan fyrir framhaldinu
Gunnar Heiðar: Sýnum það í úrslitum og stigasöfnun að við erum að gera eitthvað rétt
Dragan: Það er betra eitt stig en ekki neitt
Halli Hróðmars: Okkur vantaði púðrið til að keppa við ÍR
Árni Guðna: Erum ekkert verri en önnur lið í deildinni
Fanney: Þægilegur dagur á skrifstofunni
Guðný hæstánægð: Okkur langaði að spila fyrir þær í kvöld
Dreymdi um 1-0 sigur en fékk meira - „Ég er orðin sveitt aftur"
Sandra María: Vorum í þeirra sporum og tileinkum þeim sigurinn
Glódís meyr og stolt - „Shit, ég get náð honum"
Ingibjörg beðið lengi - „Var gráti nær að fagna þessu"
Natasha: Æði að heyra í öllum stelpunum öskra okkur áfram
Sveindís ótrúlega vinsæl - „Hlakka til að fá að spila með þeim"
Alexandra: Það er ekkert verra svo að það varð að veruleika
Karólína ætlar að dansa fram á nótt - „Eruð eiginlega að stela okkur úr fagnaðarlátunum"
banner
   fös 20. júní 2014 13:00
Arnar Daði Arnarsson
Gummi Ben: Vælum ekki yfir þessu
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Dregið var í 8-liða úrslit Borgunarbikars karla í hádeginu í dag og stórleikur umferðarinnar er án efa leikur Breiðabliks og KR á Kópavogsvelli. Guðmundur Benediktsson þjálfari Breiðabliks viðurkennir að hann hafi óskað eftir öðrum mótherjum en vælir þó ekkert yfir þessum drætti.

,,Ég var ekki búinn að óska sérstaklega eftir þessu. Ég hugsa að við hefðum getað fundið eitthvað annað lið sem hefði kannski orðið þæginlegri andstæðingur en það er ekkert við því að gera. Það er alltaf gaman að mæta KR og það eru alltaf hörkuleikir þegar KR á í hlut," sagði Gummi Ben. sem lék um tíð með KR-ingum.

,,Við erum ekki að væla yfir þessu. Þetta verður vonandi hörkuleikur og maður þarf alltaf að mæta bestu liðunum til þess að vinna bikarinn og afhverju ekki að mæta KR núna?"

Breiðablik komst í 8-liða úrslitin eftir 3-1 sigur á Þór í gærkvöldi. Leikurinn fór í framlengingu og þykir Gumma það hafa verið óþarfi og hefði viljað klára leikinn í venjulegum leiktíma,

,,Ég er feginn að hafa unnið þá. Mér fannst hinsvegar óþarfi að fara í framlengingu því það er stutt á milli leikja þessa dagana og við eigum Víking núna á sunnudaginn í mjög erfiðum leik. Þess vegna hefði ég frekar viljað sleppa því að fara í erfiða framlengingu á þungum velli í gær."

Breiðablik eru komnir í 8-liða úrslitin þrátt fyrir að hafa einungis unnið einn leik í venjulegum leiktíma í sumar. Gummi segir að Breiðablik stefni á að breyta því gengi og er strax byrjaður að undirbúa liðið fyrir erfiðan útileik á sunnudaginn gegn Víking R.

,,Við stefnum á að fara breyta því fljótlega. Við getum ekki verið að spá í því alla daga. Það virðast vera nóg af fjölmiðlum sem eru að spá í því hvað við erum búnir að vinna marga leiki. Við erum að líta fram á við og erum strax farnir að líta á næsta leik og það verður gríðarlega erfitt verkefni því Víkingarnir hafa verið sterkir og við verðum að vera í okkar besta formi til að taka stig þar," sagði
Athugasemdir
banner
banner
banner