Viktor Unnar Illugason var með þrjá rétta þegar hann spáði í síðustu umferð ensku úrvalsdeildarinnar en það á eftir að klára leik Bournemouth og Luton.
Það verður mikið spilað á Englandi núna um jólin en næsta umferð hefst í kvöld þegar erkifjendurnir Crystal Palace og Brighton við. Svo er stórleikur á Þorláksmessu þegar Arsenal og Liverpool mætast.
Davíð Snær Jóhannsson, sem gekk í raðir Álasunds í vikunni, spáir í leikina að þessu sinni. Davíð er aðallega stuðningsmaður Watford en þeir eru í Championship-deildinni þetta tímabilið.
Það verður mikið spilað á Englandi núna um jólin en næsta umferð hefst í kvöld þegar erkifjendurnir Crystal Palace og Brighton við. Svo er stórleikur á Þorláksmessu þegar Arsenal og Liverpool mætast.
Davíð Snær Jóhannsson, sem gekk í raðir Álasunds í vikunni, spáir í leikina að þessu sinni. Davíð er aðallega stuðningsmaður Watford en þeir eru í Championship-deildinni þetta tímabilið.
Crystal Palace 1 - 3 Brighton (20:00 í kvöld)
Joao Pedro verður með tvö mörk og eina stoðsendingu á Kaoru Mitoma. Will Hughes setur hann fyrir Place. Held mikið með Pedro og Hughes þar sem þeir spiluðu báðir fyrir Watford.
Aston Villa 4 - 0 Sheffield United (20:00 á morgun)
Hef mikla trú á Aston Villa og verður gaman að sjá hversu lengi þeir labba í draumalandi Unai Emery. Hef aftur á móti enga trú á Sheffield United og finnst ekki neitt spennandi við þá.
West Ham 1 - 1 Manchester United (12:30 á laugardag)
Kærastan mín heldur með West Ham og ég er þjáður og bældur United maður. Þetta verður lokaður leikur, en það sem mun standa upp úr er hversu miklu betri Kudus er heldur en Antony. Shoutout á veikasta West Ham mann sem ég þekki, Geirlaug Kristjáns.
Fulham 1 - 0 Burnley (15:00 á laugardag)
Jói Berg verður samt maður leiksins.
Luton 1 - 2 Newcastle (15:00 á laugardag)
Luton liðið lendir í miklu sjokki í síðasta leik. Komast yfir í þessum og verða betri í 80 mínútur, en þá kemur Isak og klárar leikinn með tvennu.
Nottingham Forest 1 - 0 Bournemouth (15:00 á laugardag)
Langafi var Forest maður. Elanga setur hann á 101. mínutu.
Tottenham 2 - 0 Everton (15:00 á laugardag)
Spurs hafa verið upp og niður og finnst mér þá vanta Maddison. Það skiptir þó ekki máli í þessum leik þar sem Kulu og Son leggja upp á hvorn annan.
Arsenal 3 - 2 Liverpool (17:30 á laugardag)
Þetta er risa leikur! Verður mikið fram og til baka en Arsenal klárar þetta í lokin eftir einhver klaufamistök hjá Van Dijk. Rúnar Þór, besti leikmaður Eerste Division, verður farinn að syngja: „We're gonna win the League!'' eftir leikinn.
Wolves 0 - 4 Chelsea (13:00 á sunnudag)
Chelsea hafa mikið rokkað upp og niður en taka þennan þó mjög sannfærandi. Wolves með leiðinlegri liðunum í deildinni eftir að Pedro Neto meiddist).
Úrslitaleikur HM félagsliða
Man City 2 - 1 Fluminense (18:00 á morgun)
Man City fara ekki upp úr öðrum gír og taka þetta með bundið fyrir augun... Marcelo setur hann samt af 30 metrunum.
Fyrri spámenn:
Aron Elís Þrándarson (7 réttir)
Gunnar Ormslev (6 réttir)
Katla Tryggvadóttir (6 réttir)
Jóhann Skúli Jónsson (6 réttir)
Arnar Laufdal (6 réttir)
Tómas Þór Þórðarson (6 réttir)
John Andrews (6 réttir)
Fanney Inga Birkisdóttir (4 réttir)
Ægir Þór Steinarsson (4 réttir)
Sigurður Heiðar Höskuldsson (4 réttir)
Stefán Árni Pálsson (4 réttir)
Jón Kári Eldon (4 réttir)
Viktor Unnar Illugason (3 réttir)
Gregg Ryder (3 réttir)
Tómas Steindórsson (3 réttir)
Emil Atlason (3 réttir)
Hér fyrir neðan má sjá stigatöfluna í deildinni en Arsenal leiðir deildina fyrir jólahátíðina.
Breytist það þegar aðfangadagur gengur í garð?
Stöðutaflan
England
Premier league - karlar
L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
1 | Liverpool | 16 | 12 | 3 | 1 | 37 | 16 | +21 | 39 |
2 | Chelsea | 17 | 10 | 5 | 2 | 37 | 19 | +18 | 35 |
3 | Arsenal | 17 | 9 | 6 | 2 | 34 | 16 | +18 | 33 |
4 | Nott. Forest | 17 | 9 | 4 | 4 | 23 | 19 | +4 | 31 |
5 | Bournemouth | 17 | 8 | 4 | 5 | 27 | 21 | +6 | 28 |
6 | Aston Villa | 17 | 8 | 4 | 5 | 26 | 26 | 0 | 28 |
7 | Man City | 17 | 8 | 3 | 6 | 29 | 25 | +4 | 27 |
8 | Newcastle | 17 | 7 | 5 | 5 | 27 | 21 | +6 | 26 |
9 | Fulham | 17 | 6 | 7 | 4 | 24 | 22 | +2 | 25 |
10 | Brighton | 17 | 6 | 7 | 4 | 27 | 26 | +1 | 25 |
11 | Tottenham | 17 | 7 | 2 | 8 | 39 | 25 | +14 | 23 |
12 | Brentford | 17 | 7 | 2 | 8 | 32 | 32 | 0 | 23 |
13 | Man Utd | 17 | 6 | 4 | 7 | 21 | 22 | -1 | 22 |
14 | West Ham | 17 | 5 | 5 | 7 | 22 | 30 | -8 | 20 |
15 | Everton | 16 | 3 | 7 | 6 | 14 | 21 | -7 | 16 |
16 | Crystal Palace | 17 | 3 | 7 | 7 | 18 | 26 | -8 | 16 |
17 | Leicester | 17 | 3 | 5 | 9 | 21 | 37 | -16 | 14 |
18 | Wolves | 17 | 3 | 3 | 11 | 27 | 40 | -13 | 12 |
19 | Ipswich Town | 17 | 2 | 6 | 9 | 16 | 32 | -16 | 12 |
20 | Southampton | 17 | 1 | 3 | 13 | 11 | 36 | -25 | 6 |
Athugasemdir