Framtíð Noni Madueke hjá Chelsea er óljós og segir Mirror að Newcastle sé tilbúið að fá hann á láni út tímabilið.
Madueke tók ekki þátt í leiknum gegn Manchester City um síðustu helgi og byrjaði á bekknum gegn Servette í forkeppni Sambansdeildarinnar í gærkvöldi. Hann reyndar kom inn á og skoraði í gær.
Madueke tók ekki þátt í leiknum gegn Manchester City um síðustu helgi og byrjaði á bekknum gegn Servette í forkeppni Sambansdeildarinnar í gærkvöldi. Hann reyndar kom inn á og skoraði í gær.
Eftir komu Joao Felix hefur samkeppnin um sæti í liðinu harðnað enn frekar þegar horft er í fremstu stöðurnar.
Breiddin er ekki eins hjá Newcastle og er Eddie Howe, stjóri Newcastle, að leita sér að hægri vængmanni.
Madueke er 22 ára, er í enska U21 landsliðinu og kom frá PSV í janúar í fyrra á tæplega 30 milljónir punda. Í 47 leikjum í öllum keppnum með Chelsea hefur Madueke skorað tíu mörk.
Athugasemdir