Chelsea gæti gert tilboð í Garnacho - Man City vill Cambiaso - Dortmund dregur sig úr baráttunni um Rashford
   fös 23. ágúst 2024 10:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Hinrik Harðar spáir í 2. umferð ensku úrvalsdeildarinnar
Hinrik Harðarson.
Hinrik Harðarson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Arne Slot vélin er farin af stað.
Arne Slot vélin er farin af stað.
Mynd: Getty Images
Steinar fær kakó og marmelaði.
Steinar fær kakó og marmelaði.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það er ekki nóg að vera með Audda Blö klippinguna.
Það er ekki nóg að vera með Audda Blö klippinguna.
Mynd: Getty Images
Enska úrvalsdeildin hófst um síðustu helgi og önnur umferðin fer af stað á morgun. Tómas Þór Þórðarson, ritstjóri enska boltans á Síminn Sport, var með fimm rétta þegar hann spáði í fyrstu umferðina.

Hinrik Harðarson, leikmaður ÍA, spáir í leikina í 2. umferð deildarinnar. Hinrik er grjótharður Liverpool stuðningsmaður en hann á nú ekki langt að sækja það. Faðir hans er jú sjálfur Hörður Magnússon.

Brighton 2 - 0 Man Utd (11:30 á morgun)
Erik Seven Hag lendir í hinum þrítuga Fabian Hurzeler sem mátar hann. James Milner á alltaf eftir að skora í þessum leik. Ég neyðist síðan að fara með brauð og marmelaði og smá kakó fyrir fárveiku United vini mína, Steinar Þorsteins og Hlyn Sævar, og þarf líklega að breiða yfir þá eftir þessi vonbrigði. Ætli ég reyni ekki að fyrirbyggja skaðann núna næstu daga svo þeir verði ekki í molum um 14 leytið á laugardaginn.

Crystal Palace 2 - 1 West Ham (14:00 á morgun)
Selhurst Park er skepna sem maður hefur reynslu af. Ef Mateta mætir gyrtur þá er voðinn vís fyrir Lopetegui. Eina von hans er að trekkja Fullkrug í gang.

Fulham 3 - 1 Leicester (14:00 á morgun)
Fulham tekur kaðlana með sér til London sem United voru í á OT. Muniz og Adama sjá um þetta dagsverk. Þó svo Marco Silva hafi verið öfugu megin í fallegustu borg Englands þá er hann fær þjálfari.

Man City 4 - 1 Ipswich (14:00 á morgun)
Ipswich eru með gríðarlega sterkt lið en þeir eru enn að snúa sér í hringi eftir að Big Arn mætti með sitt winning mentality í seinustu umferð. Pep er tifandi tímasprengja en þetta verður þægilegt.

Southampton 2 - 1 Nottingham Forest (14:00 á morgun)
Sá dýrlingana spila í norðrinu seinustu helgi og mér líkaði það sem ég sá. Smallbone mætir með sína spyrnugetu og áru og klárar þetta.

Tottenham 3 - 0 Everton (14:00 á morgun)
Solanke showið byrjar þarna. Þetta er árið sem Everton fer niður. Næsta mál.

Aston Villa 2 - 1 Arsenal (16:30 á morgun)
Það er ekki nóg að fá vasaþjófa á æfingasvæðið, annað þarf að fylgja með. Fimm ár af sársauka hjá Arteta samfélaginu heldur áfram á þessu tímabili. Albert Hafsteins, maðurinn sem hatar bikarinn með stóru eyrun verður stjarfur eftir leik. Ætli ég mæti ekki líka með marmelaði boxið mitt og kakó og gefi honum eins og hinum, það verður nóg að gera þarna á laugardeginum hjá mér.

Bournemouth 1 - 1 Newcastle (13:00 á sunnudag)
Gott ef ekki að maður taki þennan leik á plúsnum. Newcastle eru ekki jafn sharp og maður hefur séð þá undir stjórn Eddie Howe sem er að mæta á sinn gamla heimavöll.

Wolves 1 - 0 Chelsea (13:00 á sunnudag)
Gleymdu hugmyndinni að skólastrákarnir hans Maresca fari þangað og sæki eitthvað. Það er ekki nóg að vera með Audda Blö klippinguna.

Liverpool 3 - 0 Brentford (15:30 á sunnudag)
Jæja, hvar á maður að byrja… Þegar maður hélt að maður væri kominn með nóg af málmum þó labbar guðfaðir fótboltans inn, Big Arn. Það er ekki annað hægt en að brosa þessa dagana þegar svona prófíll mætir. Rúnar Már spilaði með honum og hann sá eitthvað í honum, áruna. Þegar Salah er glaður þá er ég glaður, hann setur sitt akademíska mark. Guð hjálpi mönnum - Slot vélin hefur farið af stað, njótið.

Fyrri spámenn:
Tómas Þór Þórðarson (5 réttir)
Athugasemdir
banner
banner