Arsenal og Man Utd berjast um Sane - Zubimendi til Arsenal? - Murillo orðaður við risa félög - Liverpool vill fá Pepi
banner
   mið 27. janúar 2021 07:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
„Set stefnuna klárlega á að spila í fleiri sterkum deildum"
Mynd: Sandefjord
Viðar Ari Jónsson er farinn að horfa í kringum sig varðandi mögulegt næsta skref á ferlinum. Viðar er 26 ára gamall bakvörður sem hefur verið á mála hjá félögum í Noregi frá árinu 2017. Fyrst með Brann í tvö ár og nú Sandefjord síðustu tvö ár.

Viðar er samningsbundinn út komandi tímabil en hann var í mánuðinum spurður í tvígang út í sína framtíð og hér má sjá afraksturinn.

Viðtalið í heild sinni:
„Tel það enga tilviljun að allir sigrar nema einn komi þegar ég er í byrjunarliði"

„Það þyrfti að koma gott tilboð til þess að ég færi frá Sandefjord," eru orð Viðars frá því fyrir rúmu ári og svo gott sem orðrétt svar við spurningu fréttaritara þann tíunda þessa mánaðar „en ég ætla svo að taka stöðuna í sumarglugganum," bætti Viðar þá við.

Er hár verðmiði á Viðari eða er hann einfaldlega í toppmálum hjá Sandefjord?

„Ég veit ekki með verðmiðann," sagði Viðar og hló.

„En ég þarf að fá eitthvað gómsætt tilboð til þess að ég flytji mig um set. Mér og minni fjölskyldu líður ljómandi vel hér og hef ég aldrei spilað betri fótbolta en núna."

„Þannig við skulum sjá hvað gerist í þessu, ég hef spilað í næstum fjögur ár hér í Noregi og bætt mig mikið sem leikmaður en ég veit að ég á enn mikið inni og set stefnuna klárlega á að spila í fleiri sterkum deildum í heiminum. Ég held öllum möguleikum opnum og hlakka til að sjá hvað kemur upp í sumar,"
bætti Viðar við.

Sjá einnig:
Viðar stendur vaktina áfram en mun skoða sig um í sumar (10. jan)
Athugasemdir
banner
banner
banner