Atletico íhugar að gera tilboð í Garnacho - Man Utd langt komið í viðræðum við Diallo - Dybala má fara ef hann er ósáttur
   lau 27. júlí 2024 09:50
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ásta Eir spáir í 16. umferð Bestu deildarinnar
Ásta Eir Árnadóttir.
Ásta Eir Árnadóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Emil Atlason.
Emil Atlason.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ásta spáir því að Breiðablik vinni Val þegar sá leikur fer fram.
Ásta spáir því að Breiðablik vinni Val þegar sá leikur fer fram.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Máni Austmann, markahæsti leikmaður Lengjudeildarinnar, var með einn réttan þegar hann spáði í síðustu umferð Bestu deildar karla. Þó á eftir að spila einn leik af þeim sem hann spáði í þar sem leik Vals og Fram var frestað.

Ásta Eir Árnadóttir, fyrirliði kvennaliðs Breiðabliks sem er á toppi Bestu deildar kvenna, spáir í leikina í 16. umferð. Fyrsti leikurinn í umferðinni er á eftir. Ásta fékk að spá í sjö leiki þar sem leik Breiðabliks og Vals var frestað, en leikur Fram og Vals fer fram á morgun.

Vestri 1 - 2 FH (14:00 í dag)
Vestramenn þurfa að bíða lengur eftir fyrsta sigrinum á nýja vellinum, en á meðan eru FH-ingar taplausir í síðustu fimm.

ÍA 0 - 2 Stjarnan (17:00 á morgun)
Stjarnan er á góðu Evrópuróli, koma heitir inn í þennan leik og taka þrjú stig. Emil Atla skorar með skalla og Gummi Kri potar inn einu í blálokin.

Fram 3 - 4 Valur (19:15 á morgun)
Þetta verður leikur umferðarinnar. Læti, drama og rauð spjöld á Lambhaga.

Víkingur R. 3 - 0 HK (19:15 á morgun)
Eftir fyrri leikinn í Kórnum og brösugar síðustu vikur hjá Víkingum, þá koma þeir vitlausir í þennan leik.

Valur 0 - 2 Breiðablik (leik frestað)
Þetta verður geggjaður fótboltaleikur, fullt af færum og mikill hraði. Anton mun eiga stórleik og my guys klára þetta 0-2. Ísak og Höskuldur með mörkin.

KR 1 - 3 KA (18:00 á mánudag)
Kalt vs heitt. Slakt gengi KR-inga heldur áfram á heimavelli.

Fylkir 1 - 3 Fram (19:15 á miðvikudag)
Nágrannaslagur af bestu gerð. Framarar taka þetta nokkuð örugglega.

Fyrri spámenn
Helga Birkis (5 réttir)
Finnur Freyr (5 réttir)
Nadía Atla (4 réttir)
Binni Willums (3 réttir)
Sandra María (3 réttir)
Júlíus Mar (2 réttir)
Jóhannes Berg (2 réttir)
Stefán Teitur (2 réttir)
Kristján Óli (2 réttir)
Albert Brynjar (2 réttir)
Logi Tómasson (2 réttir)
Máni Austmann (1 réttur)
Ísak Andri (1 réttur)
Gummi Ben (1 réttur)


Besta-deild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Víkingur R. 22 15 4 3 56 - 23 +33 49
2.    Breiðablik 22 15 4 3 53 - 28 +25 49
3.    Valur 22 11 5 6 53 - 33 +20 38
4.    ÍA 22 10 4 8 41 - 31 +10 34
5.    Stjarnan 22 10 4 8 40 - 35 +5 34
6.    FH 22 9 6 7 39 - 38 +1 33
7.    Fram 22 7 6 9 31 - 32 -1 27
8.    KA 22 7 6 9 32 - 38 -6 27
9.    KR 22 5 6 11 35 - 46 -11 21
10.    HK 22 6 2 14 26 - 56 -30 20
11.    Vestri 22 4 6 12 22 - 43 -21 18
12.    Fylkir 22 4 5 13 26 - 51 -25 17
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner