Þórhallur Siggeirsson hefur valið 20 manna landsliðshóp U19 landsliðs karla sem tekur þátt í æfingamóti í Slóveníu 3.-11. september.
Í landsliðshópnum er mikið af bráðefnilegum leikmönnum þar sem meirihluti hópsins er á mála hjá erlendum félagsliðum.
Það er afar áhugavert að aðeins tvö pör af leikmönnum í hópnum leika fyrir sama félagslið, þar sem Galdur Guðmundsson og Viktor Bjarki Daðason eru á mála hjá danska stórveldinu FC Kaupmannahöfn á meðan Stefán Gísli Stefánsson og Theodór Ingi Óskarsson eru báðir hjá Fylki.
Strákarnir okkar munu spila við Mexíkó, Katar og Kasakstan á æfingamótinu. Leikirnir fara fram 5., 7. og 10. september.
Landsliðshópur U19:
Breki Baldursson – Esbjerg
Daði Berg Jónsson – Víkingur R.
Daníel Ingi Jóhannesson – Nordsjælland
Daníel Tristan Guðjohnsen – Malmö
Egill Orri Arnarsson – Midtjylland
Galdur Guðmundsson – FCK
Ívar Arnbro Þórhallsson – Höttur
Jón Arnar Sigurðsson – KR
Jón Sölvi Símonarson – Breiðablik
Kjartan Már Kjartansson – Stjarnan
Nóel Atli Arnórsson – AAB
Óli Sigurbjörn Melander – Örebro
Stefán Gísli Stefánsson – Fylkir
Stígur Diljan Þórðarson – US Triestina
Sturla Sagatun Kristjánsson – Bodö Glimt
Sölvi Stefánsson – AGF
Theodór Ingi Óskarsson – Fylkir
Tómas Johannessen – AZ Alkmaar
Viktor Bjarki Daðason – FCK
Þorri Stefán Þorbjörnsson - Fram
Athugasemdir