Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
   fim 30. september 2021 14:57
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Ætla að nota 15 mánuði í að finna út hver sé aðalmarkvörður
Icelandair
Elías Rafn Ólafsson.
Elías Rafn Ólafsson.
Mynd: Getty Images
Rúnar Alex Rúnarsson.
Rúnar Alex Rúnarsson.
Mynd: Haukur Gunnarsson
Hannes Þór Halldórsson tilkynnti eftir landsleikinn gegn Þýskalandi fyrr í þessum mánuði að það hefði verið hans síðasti landsleikur. Hannes er sá markvörður sem hefur varið mark Íslands í flestum leikjum og var hann aðalmarkvörður liðsins á blómaskeiði þess.

Það eru þrír markverðir í landsliðshópnum sem kemur saman eftir helgi. Það eru þeir Rúnar Alex Rúnarsson, Patrik Sigurður Gunnarsson og Elías Rafn Ólafsson.

Þeir Patrik og Elías hafa ekki spilað með A-landsliðinu til þessa en hafa verið valdir áður. Patrik var einn þriggja markvarða landsliðsins í síðasta verkefni og Rúnar Alex varði mark íslenska liðsins í tveimur leikjum í síðasta landsliðsglugga.

Landsliðsþjálfararnr sátu fyrir svörum í dag og var spurt út í marmannsmálin. Spurningin var tvíþætt: Er ekki nauðsynlegt að vera með fastan aðalmarkmann og eru ekki vonbrigði að Rúnar Alex sé ekki að spila hjá belgíska félaginu sem hann er á láni hjá?

„Við vorum að kveðja frábæran markmann í síðasta glugga. Við eigum rosalega marga efnilega markmenn í dag sem hefur ekki gerst rosalega oft í sögu íslensku knattspyrnunnar. Tíminn mun leiða það í ljós hver verður markmaður númer eitt," sagði Arnar.

„Það er á næstu fimmtán mánuðum komast að þessu svari. Það er leikmannanna sjálfra hver tekur stöðuna. Á næsta ári er Þjóðadeildn en áður fyrr hefðu það verið æfingaleikir."

Ætlunin að Rúnar byrji að spila - Elli í markinu í kvöld
„Rúnar Alex er nýkominn yfir til OH Leuven, það er nálægt mér í Belgíu. Þar er annar mjög góður markmaður sem er ennþá að spila. Ég veit alveg hver ætlun þjálfara Leuven er og sú ætlun er að Rúnar muni byrja að spila - það kemur að því."

„Elli er búinn að standa sig frábærlega hjá Midtjylland og ég veit að sá sem hefur verið aðalmarkvörður þeirra [Jonas Lössl] er í hóp í kvöld en ef mínar upplýsingar eru réttar þá mun Elli samt byrja. Það er mjög jákvætt,"
sagði Arnar.

Elías hefur varið mark Midtjylland að undanförnu og varði mark U21 landsliðsins í síðasta landsliðsglugga.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner