Unglingalandsliðskonan Fjolla Shala skrifaði í dag undir þriggja ára samning við Breiðablik en hún kemur til félagsins frá Fylki þar sem hún hefur leikið undanfarin ár.
Fjolla sem verður 19 ára á árinu hóf feril sinn með Leikni en hefur leikið með Fylki frá 2008.
Þrátt fyrir ungann aldur á Fjolla að baki 51 leik og hefur skorað 7 mörk í efstu deild og bikarkeppnum hjá meistaraflokki kvenna.
Hún hefur einnig spilað 12 landsleiki með U17 og skoraði þar 1 mark og 13 leiki með U19 þar sem hún hefur skorað 2 mörk.
Hún er fjórði leikmaðurinn sem Breiðablik fær til liðs við sig í vetur, áður hafði Rakel Hönnudóttir komið frá Þór/KA, Björk Gunnarsdóttir úr Val og Guðrún Arnardóttir úr Selfoss.