Gomes, Lookman og Kolo Muani orðaðir við Man Utd - Trossard fær launahækkun - Brownhill í ítalska boltann?
banner
   mán 16. mars 2015 15:40
Magnús Már Einarsson
Gary Martin: Mun spila með KR í sumar
Gary Martin.
Gary Martin.
Mynd: Ingólfur Hannes Leósson
,,Ég held að það sé 100% að ég muni spila með KR í sumar," sagði enski framherjinn Gary Martin við Fótbolta.net í dag.

,,Félagaskiptaglugginn er ennþá opinn (á Norðurlöndunum) og eitthvað gæti gerst á síðustu mínutu en ég tel líklegra að ég verði áfram hjá KR."

Gary varð markakóngur Pepsi-deildarinnar á síðasta tímabili en í vetur fór hann til enska félagsins Chesterfield á reynslu sem og til Valerenga í Noregi. Norska félagið Sarpsborg gerði tilboð í Gary og þá átti belgíska félagið Royal Mouscron í viðræðum við KR um kaup á honum.

,,Ég var nálægt því að fara til Belgíu. Ég var sjálfur kominn í samningaviðræður en við náðum ekki að komast yfir síðustu hindrunina," sagði Gary.

,,Sarpsborg gerði tilboð í mig en KR taldi að það væri ekki ásættanlegt. Svona hlutir gerast í fótboltanum. Ég held áfram og einbeiti mér að því að spila vel fyrir KR í sumar."

Gary verður samningslaus eftir tímabilið en stefnir hann á að semja við félag utan Íslands þá?

,,Ég vil spila í stærri deild og það er markmið mitt eins og hjá mörgum öðrum leikmönnum. Þú þarft líka heppni. Ég er ennþá 24 ára og tel að ég sé á góðum aldri ef að rétta tækifærið kemur eftir tímabilið."

,,Samningur minn rennur út í október en það þýðir ekki að ég muni ekki skoða möguleika á að gera nýjan samning hér á Íslandi. Ég hef nú þegar rætt við KR um að vera áfram og við erum að komast á sömu blaðsíðu. Núna hlakka ég til sumarsins og ég ætla að spila vel með KR og sjá hvað gerist."

Athugasemdir
banner
banner
banner