Elías Már Ómarsson, framherji IFK Göteborg í Svíþjóð, skellti sér á toppinn í spámannstöflunni í Pepsi-deild karla en hann náði fimm réttum þegar hann spáði í síðustu umferð.
Það verður erfitt en Halldór Jón Sigurðsson, betur þekktur sem Donni, þjálfari Íslandsmeistara Þórs/KA í Pepsi-deild kvenna, ætlar að reyna að gera betur.
Það verður erfitt en Halldór Jón Sigurðsson, betur þekktur sem Donni, þjálfari Íslandsmeistara Þórs/KA í Pepsi-deild kvenna, ætlar að reyna að gera betur.
Hann spáir í 14. umferð Pepsi-deildar karla.
ÍBV 1 - 3 KA (klukkan 16:00 í dag)
Spennandi leikur. ÍBV frekar óútreiknanlegir í sumar en núna styttist í Þjóðhátíð svo þá verða menn hressir og kátir í eyjunni. Ég held samt sem áður að KA-menn verði mjög sterkir og þó þetta verði jafn leikur þá mun KA klára þetta 1-3. Hallgrímur skorar og Ásgeir gerir tvö fyrir KA en Atli Arnars skorar mark af 40 metrum fyrir ÍBV.
Víkingur R. 0 - 2 Stjarnan (klukkan 19:15 í kvöld)
Hef alltaf verið mikill Víkingur og það eru flottir leikmenn þar. En Stjarnan hefur heillað mig mjög mikið í sumar og mun klárlega berjast um dolluna. Þessi leikur fer 0-2 fyrir Stjörnunni, Hilmar Árni skorar úr víti og Guðjón Baldvins setur seiglumark í lokin.
Keflavík 1 - 1 Breiðablik (klukkan 19:15 á morgun)
Keflavík er þvi miður í ömurlegum málum en prófessor Eysteinn nær vonandi að blása aðeins lífi í þá. Breiðablik er eitt skemmtilegasta liðið í deildinni og skemmtilegt "mómentum" í gangi þar. Þessi leikur endar með 1-1 jafntefli þar sem Keflavík skorar fyrsta markið eftir fast leikatriði en Gísli Eyjólfs jafnar eftir skyndisókn.
Fylkir 1 - 2 Valur (klukkan 19:15 á morgun)
Fylkismenn mæta brjálaðir til leiks og munu selja sig mjög dýrt í þessum leik, en Valsmenn eru bara of sterkir fyrir þá og eru ekki að fara að gefa neitt eftir í titilbarráttunni. Valur vinnur sterkan útisigur þó hann verði spilaður innandyra. 1-2 fyrir Val, Ólafur Ingi skorar fyrir Fylki og stimplar sig inn. Bjarni Ólafur skorar eftir aukaspyrnu þar sem hann tekur seint hlaup inn í teig og Patrik Pedersen skorar sigurmarkið.
KR 3 - 1 Grindavík (klukkan 19:15 á morgun)
Mjög athyglisverður leikur. KR-ingar á heimavelli vinna Grindavík. Grindjánar hafa verið mjög flottir heilt yfir í sumar en KR er alltaf KR og þeir munu sigla þessum heim, 3-1. Jóhann Helgi skorar fyrir Grindavík og minnkar munin í 2-1 þegar 10 mínútur verða eftir en Pálmi Rafn innsiglar sigurinn. Þar á undan verður Óskar Örn búinn að skora tvö.
FH 4 - 1 Fjölnir (klukkan 19:15 á morgun)
FH með mikil gæði í sinu liði og Fjölnismenn örlítið lánlausir í sumar hingað til þó þeir séu með einn skemmtilegasta leikmanninn í sínu liði í Birni Snæ. FH vinnur þennan örugglega, 4-1 og Lennon setur tvö en Viðar Ari og Atli Guðna setja sitt hvort markið. Birnir Snær skorar fyrir Fjölni.
Sjá einnig:
Draumaliðsdeildin - Markaðurinn lokar kl. 15
Fyrri spámenn
Elías Már Ómarsson 5 réttir
Berglind Björg Þorvaldsdóttir 4 réttir
Tryggvi Guðmundsson 4 réttir
Henry Birgir Gunnarsson 3 réttir
Haukur Harðarson 3 réttir
Pétur Pétursson 3 réttir
Þórir Hákonarson 3 réttir
Gunnar Jarl Jónsson 2 réttir
Hallbera Guðný Gísladóttir 2 réttir
Albert Guðmundsson 1 réttur
Hörður Björgvin Magnússon 1 réttur
Viðar Örn Kjartansson 0 réttir
Stöðutaflan
L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 |
Athugasemdir