Halldór Jón Sigurðsson, þjálfari Þórs/KA, var með þrjá rétta þegar hann spáði í síðustu umferð Pepsi-deildar karla.
Orri Sigurður Ómarsson, leikmaður Sarpsborg í Noregi, reynir sig í spánni fyrir 15. umferðina. Orri varð Íslandsmeistari með Val í fyrra, en Valur er ekki að spila í þessari umferð vegna Evrópuævintýra. Stórleikur Vals og Stjörnunnar, sem átti að vera í þessari umferð, hefur verið frestað.
Fyrsti leikur umferðarinnar er í dag, á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum.
ÍBV 3 - 1 Fylkir (í dag klukkan 13:30)
Ég bara trúi ekki öðru en að ÍBV vinni Þjóðhátíðarleik. Það er náttúrulega ekkert annað en þvæla að vera ekki með leik í Eyjum á Þjóðhátíð og ÍBV verða að vinna til þess að fá það í gegn aftur á næsta ári. Þeir hafa líka verið mjög sterkir á heimavelli þannig að þeir taka þennan leik. Gunnar Heiðar skorar tvö, Kaj Leó eitt og Emil Ásmunds skorar fyrir Fylki.
Grindavík 2 - 0 Víkingur R. (á þriðjudag klukkan 19:15)
Grindavík hafa verið slakir upp á síðkastið og það er eitthvað sem Óli Flóvents hefur engan áhuga á að haldi áfram. Víkingar virðast bara vera bíða eftir kraftaverki eins og í allt sumar og þeir tapa þessum leik. Sito með og Rene Joensen eitt.
Breiðblik 1 - 1 KR (á þriðjudag klukkan 19:15)
Þetta eru tvö lið sem mega ekki við því að tapa stigum. Þetta verður lokaður leikur og KR fer á þennan útivöll með það í huga að eitt stig séu flott úrslit. Ef annað hvort liðið vinnur þá verður það á lokamínutunum með einverju dramatísku marki. Gísli skorar eitt og Björgvin Stefáns skorar líka.
KA 1 - 3 FH (klukkan 18:00 á miðvikudag)
KA-menn koma brotnir eftir tapið í Eyjum og þótt að helmingur liðsins sé ennþá í Eyjum á Þjóðhátíð að kúpla sig niður þá bara dugir það ekki á móti FH. FH kemur enn hungraðari eftir svekkelsið í Evrópukeppninni og ætlar að taka deildina núna með trompi. Þeir voru mjög flottir í Evrópukeppninni og þeir taka sömu frammistöðu með sér inn í þennan leik. Lennon skorar tvö fyrir FH og Viðar Ari eitt. Hjá KA skorar Ásgeir.
Fjölnir 1 - 2 Keflavík (klukkan 19:15 á miðvikudag)
Svona til þess að ég fái að fara aftur heim til tengdaforeldra minna þá er eins gott að ég spái Keflavík sigri í þessum leik. Ég var algjörlega á þeim vagninum að Keflavík myndi ekki falla í sumar, þetta yrði erfitt en þeir myndu aldrei falla. Annað kom upp á bátinn. En ef það er einhver leikur sem þeir ættu að ná í sigur úr þá er það þessi leikur. Þetta hefur þó verið skömminni skárra í seinustu leikjum hjá þeim þótt það hafi alls ekki verið nógu gott. En þeir taka sigur i þessum leik. Frans skorar eitt, Ísak Óli eitt og Birnir Snær verður á skotskónum fyrir Fjölni.
Sjá einnig:
Fimm leikir í umferðinni - Markaðurinn lokar í hádeginu
Fyrri spámenn
Elías Már Ómarsson 5 réttir
Berglind Björg Þorvaldsdóttir 4 réttir
Tryggvi Guðmundsson 4 réttir
Halldór Jón Sigurðsson (Donni) 3 réttir
Henry Birgir Gunnarsson 3 réttir
Haukur Harðarson 3 réttir
Pétur Pétursson 3 réttir
Þórir Hákonarson 3 réttir
Gunnar Jarl Jónsson 2 réttir
Hallbera Guðný Gísladóttir 2 réttir
Albert Guðmundsson 1 réttur
Hörður Björgvin Magnússon 1 réttur
Viðar Örn Kjartansson 0 réttir
Stöðutaflan
L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 |
Athugasemdir