Mbeumo, Wirtz, Diomande, Quenda, Nypan, Van Nistelrooy, Cherki og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fös 10. maí 2019 18:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Bestur í 2. deild: Leikið í Brasilíu og með Juventus í Svíþjóð
Leikmaður 1. umferðar - Isaac Freitas Da Silva (Vestri)
Isaac Freitas Da Silva.
Isaac Freitas Da Silva.
Mynd: Vestri
Úr leik hjá Vestra síðasta sumar.
Úr leik hjá Vestra síðasta sumar.
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Brasilíumaðurinn Isaac Freitas Da Silva skoraði bæði mörk Vestra þegar liðið vann Selfoss í 1. umferð 2. deildar karla um síðustu helgi. Leikurinn endaði 2-1.

Vestra er spáð 1. sæti í deildinni á meðan Selfossi er spáð öðru sæti. Var þetta því frábær sigur fyrir Vestra á erfiðum útivelli.

Isaac er leikmaður 1. umferðar 2. deildar karla að mati Fótbolta.net.

„Ég er mjög stoltur og ánægður að vera valinn besti leikmaður umferðarinnar. Ég lagði mikla vinnu á mig á undirbúningstímabilinu og ég held að þetta séu verðlaunin fyrir það. Ég þakka guði fyrir," sagði Isaac við Fótbolta.net.

„Við spiluðum frábæran leik gegn sterkum andstæðingi sem mun berjast við okkur um að komast upp í Inkasso-deildina. Þjálfarinn undirbjó okkur mjög vel fyrir leikinn og við fylgdum hans plani vel eftir."

„Ég er ánægður að hafa skorað tvö mörk og ég er enn ánægðari að hafa hjálpað liðinu að vinna leikinn."

Spilaði með Juventus í Svíþjóð
Isaac er 29 ára gamall og kemur frá Brasilíu. Hann hefur undanfarin ár leikið í Svíþjóð en núna er hann mættur á Vestfirðina.

Hann er fjölhæfur leikmaður með reynslu úr brasilíska og sænska boltanum.

„Ég er leikmaður sem getur spilað margar stöður á vellinum. Ég get leikið sem sóknarsinnaður miðjumaður, kantmaður, miðjumaður og hægri bakvörður. Styrkleikar mínir eru hraði, að skalla boltann, tækni og einn á einn."

„Ég byrjaði að spila fótbolta þegar ég var átta ára gamall og ég spilaði í Brasilíu þangað til ég var 24 ára. Ég spilaði fyrir Jaguaré, Jabaquara, Atibaia, Rio das Ostras, La Coruña og Futuro Ben Próximo í Brasilíu."

„Þegar ég var 24 ára fór ég til Juventus í Svíþjóð og þaðan fór ég til Umeå þar sem ég var í fjögur ár."

Juventus var félag í Västerås í Svíþjóð og var stofnað af Ítölum árið 1948. Juventus varð að IFK Stocksund árið 2016. Sjá má Wikipedia síðu félagsins hérna.

Af hverju Ísland samt?

„Ég kom til Íslands vegna þess að ég vildi nýja áskorun í fótboltanum og mér fannst verkefnið hjá Vestra mjög spennandi," segir Isaac.

Er með sama markmið og félagið
Eins og áður kemur fram er Vestra spáð efsta sæti deildarinnar og upp í Inkasso-deildina og er markmiðið þar á bæ að fara upp um deild.

„Mitt markmið á tímabilinu er að hjálpa liðinu að berjast í deildinni og gefa alltaf 100% í hverja æfingu og hvern leik."

„Ég er með sama markmið og félagið, að berjast til þess að vinna þessa deild," sagði Brasilíumaðurinn að lokum.

Önnur umferðin í 2. deild karla hefst í kvöld og þá mætast Þróttur V. og Kári. Vestri á leik gegn Völsungi á Húsavík á morgun.
Athugasemdir