Mbeumo, Wirtz, Diomande, Quenda, Nypan, Van Nistelrooy, Cherki og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mið 15. maí 2019 16:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Bestur í 2. deild: Frábært tækifæri til að elta drauminn
Kaelon Fox (Völsungur)
Kaelon Fox í leik í Bandaríkjunum.
Kaelon Fox í leik í Bandaríkjunum.
Mynd: Kaelon Fox
,,Þetta er mitt fyrsta tímabil sem atvinnumaður í fótbolta og Ísland/Völsungur hefur gefið mér frábært tækifæri til að elta drauminn. Ég er bara að bíða eftir því að það hætti loksins að snjóa og sólin fari á loft
,,Þetta er mitt fyrsta tímabil sem atvinnumaður í fótbolta og Ísland/Völsungur hefur gefið mér frábært tækifæri til að elta drauminn. Ég er bara að bíða eftir því að það hætti loksins að snjóa og sólin fari á loft
Mynd: Völsungur.is
Mynd: Kaelon Fox
Völsungur ætlar að berjast um að fara upp.
Völsungur ætlar að berjast um að fara upp.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Mynd: Raggi Óla
Bandaríkjamaðurinn Kaelon Fox átti hörkuleik í vörninni hjá Völsungi þegar liðið vann 3-1 sigur á Vestra um liðna helgi. Hann er leikmaður 2. umferðar í 2. deildinni að mati Fótbolta.net.

Kaelon samdi við Völsung í desember á síðasta ári. Hann er 23 ára gamall og er fæddur í Atalanta en uppalinn í Louisville. Hann getur leyst ýmsar stöður á vellinum en hann hefur undanfarin ár spilað sem miðvörður, hægri bakvörður eða miðjumaður.

Fox hefur komið víða við á sínum leikmannaferli en hann hefur spilað fyrir Portland Timbers, Reading United AC og Mississippi Brilla. Hann hefur einnig spilað fyrir háskólann í Kentucky og Saint Francis.

„Það var erfitt að spila gegn Vestra og þetta var mikill baráttuleikur. Fyrsti leikurinn okkar gegn Kára fór ekki eins og við vildum og að reyna að bæta fyrir það gegn Vestra í annarri umferð var ekki að fara að verða auðvelt," segir Kaelon við Fótbolta.net.

„Við fórum inn í leikinn með ákveðið plan og við vissum að seinni boltar, skallaeinvgí og að vera yfirvegaðir á boltann yrði mikilvægt fyrir okkur. Ef við myndum vinna baráttuna í þessum þáttum þá myndum við fá færi og við enduðum á því að vinna leikinn 3-1 og fá mikilvæg þrjú stig á heimavelli."

„Áður en leikurinn hófst talaði þjálfarinn um sjálfstraust og sjálfsábyrgð. Við vorum allir með hlutverk sem einstaklingar og svo einnig sem lið. Mitt persónulega hlutverk sem miðvörður er alltaf það að passa að hitt liðið skori ekki, auðvitað. Einnig er mitt hlutverk að vinna öll einvígi, bæði á jörðinni og í loftinu, að spila boltanum vel frá mér, vera leiðtogi í 90 mínútur og að halda skipulagi á liðinu, frá vörn til miðju, til sóknar."

„Gegn Vestra tókst mér vel í þessu öllu og tel ég að ég hafi miðlað sjálfstrausti til liðsfélaga minna að þeir væru að fara að skora."

Hjálpar mjög að vera fjölhæfur
Kaelon er fjölhæfur leikmaður sem getur spilað margar stöður. Hann spilaði sem miðvörður gegn Vestra og leysti það gríðarlega vel.

„Sem fótboltamaður þá tel ég að ég hjálpi þeim í kringum mig og gefi þeim sjálfstraust sem þeir þurfa til að ná árangri. Þetta á við um æfingar og leiki," segir Kaelon þegar hann er spurður að því hvernig fótboltamaður hann sé.

„Ég er varnarmaður sem getur einnig spilað sem bakvörður og hvar sem er á miðjunni. Ég hef spilað þar í háskólaboltanum í Bandaríkjunum og hjá Völsungi. Ég er mjög sterkur í loftinu, rólegur og yfirvegaður á boltanum og ég er með háa fótboltagreindarvísitölu. Þar sem ég get spilað margar stöður þá hef ég lært hvaða hlaup miðjumenn og sóknarmenn taka vanalega og hvernig flestir þeirra spila. Það hefur hjálpað mér þegar ég hef spilað sem miðvörður þegar kemur að því að tímasetja tæklingar og lesa leikinn. Það hjálpar mér líka við það að hafa samskipti og leiða liðsfélaga mína sem eru fyrir framan mig, frá miðjumönnum til framherja."

Af hverju Völsungur?
Það er athyglisvert að velta því fyrir sér hvers vegna erlendir leikmenn koma til Íslands að spila á fótbolta, sérstaklega á landsbyggðinni.

„Ég kláraði Masters-gráðuna mína í desember 2017 og allt árið 2018 var ég að reyna að finna lið til þess að spila fyrir í Bandaríkjunum. Ég fór á reynslu hjá mörgum liðum í 1. deild í Bandaríkjunum (USL Championship) árið 2018, en það gekk ekkert upp. Umboðsskrifstofan mín, PFC Sports Management, fann Völsung og ég skrifaði þar undir í desember 2018."

„Ég kom til landsins í apríl áður en við fórum til Spánar í æfingaferð og þetta hefur verið frábært hingað til. Þetta er mitt fyrsta tímabil sem atvinnumaður í fótbolta og Ísland/Völsungur hefur gefið mér frábært tækifæri til að elta drauminn. Ég er bara að bíða eftir því að það hætti loksins að snjóa og sólin fari á loft," sagði Kaelon.

Hver er munurinn á fótboltamenningunni í Bandaríkjunum og hér á Íslandi?

„Eini stóri munurinn er tungumálið sem talað er á æfingum! Í Bandaríkjunum æfum við á hverjum degi og tökum endurheimt eftir leiki. Við reynum að æfa í líkamsræktinni einu sinni í viku eins og á Íslandi. Æfingarnar eru mjög svipaðar."

„Þegar talað er um menningu þá myndi ég segja að knattspyrna (e. soccer) í Bandaríkjunum hefur þróast mikið undanfarin fimm ár og það eru fleiri og fleiri félög að koma og núna eru þrjár deildir í Bandaríkjunum og Kanada."

„Það eru margir stuðningsmenn á bak við flest félög og rétt eins og á Íslandi er fólkið sem fylgist með mjög hávært og sýnir mikinn stuðning. Að spila á útivelli er því erfitt. Ég vissi ekki hverju ég ætti að búast þegar ég kom til Íslands, en þessi upplifun hefur að minnsta kosti farið fram úr öllum mínum væntingum."

Markmiðin fyrir sumarið
„Ég er með mín persónulegu markmið fyrir sumarið, en ég vil halda þeim fyrir mig," segir Kaelon.

Markmiðið fyrir Völsung, eins og fyrir mörg önnur lið í deildinni, er að berjast um að fara upp í Inkasso-deildina.

„Sem lið vorum við mjög nálægt því að fara upp á síðasta tímabili. Meira en allt þá viljum við berjast um að komast upp og spila í Inkasso-deildinni á næstu leiktíð. Við erum með hæfileikana, gæðin og sjálfstraustið til þess að gera það með þetta starfsólk og þessa leikmenn."

„Annað markmið sem við höfum er að reyna að komast lengra í bikarnum. Við mætum KR á heimavelli í lok mánaðarins og strákarnir eru mjög spenntir að fá lið úr Pepsi Max-deildinni til Húsavíkur. Það verður frábært fyrir 2. deildina ef við og Vestri komumst áfram í 8-liða úrslitin. Við erum að leggja mikið á okkur á hverjum degi svo markmiðin verði að veruleika, en á þessum tímapunkti erum við langt frá okkar markmiðum," sagði Kaelon að lokum.

Næsta umferð í 2. deild hefst á föstudag og klárast hún á laugardag. Kaelon og félagar í Völsungi heimsækja Fjarðabyggð.

3. umferð í 2. deild:

föstudagur 17. maí
19:15 KFG-Þróttur V. (Samsung völlurinn)
19:15 ÍR-Selfoss (Hertz völlurinn)

laugardagur 18. maí
14:00 Fjarðabyggð-Völsungur (Eskjuvöllur)
16:00 Vestri-Kári (Olísvöllurinn)
16:00 Víðir-Tindastóll (Nesfisk-völlurinn)
18:30 Dalvík/Reynir-Leiknir F. (Boginn)

Sjá einnig:
Bestur í 1. umferð: Isaac Freitas Da Silva (Vestri)
Athugasemdir
banner
banner
banner