Liverpool býður Trent væna launahækkun - PSG og Villa gætu skipst á leikmönnum - Zirkzee vill fara frá Man Utd
   sun 16. nóvember 2008 11:33
Hafliði Breiðfjörð
Fjolla Shala: Held ég eigi mér framtíð í Fylki
Fjolla Shala í búningi Fylkis í gær.
Fjolla Shala í búningi Fylkis í gær.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fjolla Shala unglingalandsliðsmaður Íslands gekk í gær í raðir Landsbankadeildarliðs Fylkis frá Leikni. Hún er aðeins 15 ára gömul en þykir mikið efni og hefur strax sett sér markmið að spila með Fylki í Landsbankadeildinni í sumar

,,Ég held að ég eigi mér framtíð í Fylki," sagði Fjolla Shala í samtali við Fótbolta.net í gær en hún hefur áður leikið í Landsbankadeildinni með Fjölni þar sem hún var á láni hluta sumars 2005 og lék Fjóra leiki.

Fylkir og Leiknir hafa verið í samstarfi með yngri flokka en hún segir þó að það hafi ekki verið ástæða þess að hún gengur nú í raðir Fylkis.

,,Nei, ég hef verið að hugsa um þetta nokkuð lengi en ákvað sjálf að fara í Fylki. Það er mjög gott þjálfarateymi í kringum þetta lið," sagði Fjolla sem á að baki 7 leiki með U17 ára landsliði Íslands.

,,Ég ræddi ekki við önnur félög en þjálfarar úr öðrum liðum voru að kalla í mig ef þeir hittu mig úti á götu og spurðu hvenær ég ætlaði að koma í félagið þeirra. En ég endaði í Fylki,"
,,Ég ætla að leggja mér það markmið að spila með meistaraflokki og komast í byrjunarliðið þar á fyrsta ári," sagði Fjolla Shala að lokum.
Athugasemdir
banner
banner