Fjögurra ára samningur
Íslandsmeistarar Vals hafa staðfest kaup á danska framherjanum Patrick Pedersen.
Hinn 27 ára gamli Patrick var markakóngur í Pepsi-deildinni á síðasta tímabili en hann skoraði sautján mörk. Hann var valinn besti leikmaður tímabilsins.
Eftir tímabilið var hann seldur til Sheriff í Moldavíu en félagið hafði séð Patrick þegar liðið mætti Val í Evrópudeildinni um sumarið.
Hjá Sheriff skoraði Patrick fimm mörk í átján leikjum en hann átti ekki fast sæti í byrjunarliðinu í Moldavíu.
Patrick kom fyrst til Valsmanna árið 2013 en hann hefur skorað 47 mörk í 72 leikjum í Pepsi-deildinni á ferli sinum. Patrick hefur verið hjá Val með hléum frá árinu 2013 en hann lék einnig um tíma með Viking í Noregi.
Hinn 27 ára gamli Patrick var markakóngur í Pepsi-deildinni á síðasta tímabili en hann skoraði sautján mörk. Hann var valinn besti leikmaður tímabilsins.
Eftir tímabilið var hann seldur til Sheriff í Moldavíu en félagið hafði séð Patrick þegar liðið mætti Val í Evrópudeildinni um sumarið.
Hjá Sheriff skoraði Patrick fimm mörk í átján leikjum en hann átti ekki fast sæti í byrjunarliðinu í Moldavíu.
Patrick kom fyrst til Valsmanna árið 2013 en hann hefur skorað 47 mörk í 72 leikjum í Pepsi-deildinni á ferli sinum. Patrick hefur verið hjá Val með hléum frá árinu 2013 en hann lék einnig um tíma með Viking í Noregi.
Tilkynning Vals:
PATRICK PEDERSEN AFTUR Í VAL
Valur hefur keypt danska framherjann Patrick Pedersen frá moldóvska liðinu FC Sheriff. Patrick Pedersen er Valsmönnum góðu kunnugur og var markahæsti maður liðsins á síðasta tímabili og lék stórt hlutverk í sigri liðsins á Íslandsmótinu 2018. Patrick hefur skorað 47 mörk í 72 deildarleikjum fyrir Val og er fjórði markahæsti leikmaður félagsins frá upphafi.
Patrick gerir 4 ára samning við Val.
PATRICK PEDERSEN AFTUR Í VAL
— ValurFotbolti (@Valurfotbolti) July 1, 2019
Valur hefur keypt danska framherjann Patrick Pedersen frá Moldóvska liðinu FC Sheriff. https://t.co/udXNYxDtdt #valurfotbolti #fotboltinet #PepsiMaxDeildin #pepsimörkin #ruvsport pic.twitter.com/1W9OfTEcl8
Stöðutaflan

L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 |
Athugasemdir