Rashford gæti farið frá Man Utd í janúar - Davies hefur áhuga á að fara til Liverpool - Fer Kobel til Chelsea?
   mán 08. júlí 2019 15:55
Fótbolti.net
Úrvalslið umferða 1-11 - Rúnar og Pálmi bestir
Pálmi Rafn Pálmason, bestur í umferðum 1-11.
Pálmi Rafn Pálmason, bestur í umferðum 1-11.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Rúnar Kristinsson er besti þjálfarinn.
Rúnar Kristinsson er besti þjálfarinn.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kolbeinn Þórðarson, leikmaður Breiðabliks.
Kolbeinn Þórðarson, leikmaður Breiðabliks.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Tryggvi Hrafn Haraldsson.
Tryggvi Hrafn Haraldsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Í Innkastinu í síðustu viku, eftir 11. umferð Pepsi Max-deildarinnar var opinberað val á úrvalsliði umferða 1-11, fyrri hluta mótsins, og bestu mönnum.

Pálmi Rafn Pálmason, miðjumaður KR, var valinn besti leikmaður umferða 1-11. KR-ingar tróna á toppi deildarinnar með fjögurra stiga forystu og Rúnar Kristinsson var valinn besti þjálfari fyrri hlutans.

Smelltu hér til að hlusta á Innkastið



Beitir Ólafsson - KR: Haförninn í Vesturbænum hefur verið frábær í markinu og slökkt í efasemdarröddum.

Arnór Sveinn Aðalsteinsson - KR: Þessi reynslumikli varnarmaður hefur spilað eins og kóngur, hvort sem það er í bakverði eða miðverði.

Josip Zeba - Grindavík: Hrikalega öflugur króatískur miðvörður sem hefur reynst Grindavík happafengur. Grindavík hefur aðeins fengið á sig níu mörk í Pepsi Max-deildinni.

Damir Muminovic - Breiðablik: Damir er vanur því að vera í úrvalsliði sem þessu enda verið einn besti varnarmaður deildarinnar undanfarin ár.

Pálmi Rafn Pálmason - KR: Bestur í umferðum 1-11. Lykilhlekkur á miðju toppliðsins, sannur leiðtogi á velli sem setur tóninn fyrir liðið.

Kolbeinn Þórðarson - Breiðablik: Þessi ungi leikmaður er orðinn lykilmaður hjá Breiðabliksliðinu og má reikna með því að erlend félög séu með augastað á honum.

Hilmar Árni Halldórsson - Stjarnan: Heldur áfram að sýna gæði sín fyrir Stjörnuliðið og búa til mörk.

Óskar Örn Hauksson - KR: Fyrirliði KR-inga er að sjálfsögðu í liðinu. Gæðin eru gríðarleg og hann eldist eins og rauðvín.

Aron Bjarnason - Breiðablik: Hefur stigið upp og náð meiri stöðugleika í sínum leik. Þegar hann er í gírnum er nánast ómögulegt að ráða við hann.

Tryggvi Hrafn Haraldsson - ÍA: Var valinn besti leikmaður fyrsta þriðjungs af lesendum Fótbolta.net. Skagamenn hafa gefið eftir og flug hans hefur lækkað en hann nær þó sæti í úrvalsliðinu.

Tobias Thomsen - KR: Er með eiginleika sem hafa nýst KR-ingum frábærlega. Þó hann skori ekki í öllum leikjum er hann að spila virkilega vel og tekur mikið til sín.

Varamannabekkur:
Gunnleifur Gunnleifsson - Breiðablik
Finnur Tómas Pálmason - KR
Óttar Bjarni Guðmundsson - ÍA
Arnþór Ingi Kristinsson - KR
Stefán Teitur Þórðarson - ÍA
Ólafur Karl Finsen - Valur
Thomas Mikkelsen - Breiðablik


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner